Líf: vinstriflokkarnir þurftu atkvæði - og því var svindlað

Vinstriflokkarnir virkjuðu Reykjavíkurborg til að sækja atkvæði í síðustu kosningum. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna viðurkennir þetta: ,,þátt­töku fólks af er­lend­um upp­runa, kvenna yfir átt­rætt og ungs fólks í kosn­ing­um er ábóta­vant."

Meginhugsunin í lýðræðislegum kosningum er að fólk hafi frjálst val. Einn valkosturinn er að sitja heima - kjósa ekki. 

Vinstriflokkarnir vildu takmarka valkosti ákveðinna kjósendahópa og létu Reykjavíkurborg fjármagna áróður sem beint var að tilteknum kjósendum. 

Hvernig sem á málið er litið er um að ræða kosningasvindl. Spurningin er aðeins um pólitískar afleiðingar.


mbl.is Þarf álit utanaðkomandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enginn þurfti meira á þessum atkvæðum að halda en Líf sem hefði ekki náð kjöri ef kerfið hefði verið óbreytt.

Ragnhildur Kolka, 11.2.2019 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband