Sunnudagur, 10. febrúar 2019
Ríkið og unga fólkið
Hópur ungs fólks stofnar samtök í þeim tilgangi að ræða ríkið og hlutverk þess andspænis einstaklingnum. Ríkið er margrætt orð. Quentin Skinner, áhrifamikill hugmyndasagnfræðingur, segir segir ekkert samkomulag um merkingu orðsins.
Vegna margræðninnar þýðir ríkið ólíka hluti fyrir ólíka hópa. Sósíalistar líta á ríkið sem verkfæri til að jafna lífskjör. Frjálshyggjumenn telja ríkið ógna einstaklingsfrelsinu. Fyrir íhaldsmenn er ríkið nauðsynlegt fyrir stöðugleika og til að vernda samfélagsskipun.
Ungt fólk þarf áskoranir. Og það ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar ríkið er annars vegar.
Samtök stofnuð vegna sósíalískra afla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott framtak. Það veitir ekki af að víkka umræðuna hér, veita viðspyrnu. Við höfum setið undir stöðugum fréttaflutningi af sósíalískurm áróðri rétt eins og himnaríki sé í nánd og enginn hafi heyrt af þeim hörmungum sem kommúnisminn hefur leitt yfir heilu þjóðirnar. Nú síðast Venesúela.
Ég vona þessi samtök komi til með að láta í sér heyra ekki bara innan skólanna heldur líka á opinberum vettvangi.
Ragnhildur Kolka, 10.2.2019 kl. 15:37
Jafnvel í ríki einstaklingsfrelsis USA er 29 ára nýkjörinn mjög gáfuð þingmaður frá New York sem er að setja fram The New Green Deal (með öðrum orðum kommabull).
Hvað er í þessu hjá henni; jú það á að hætta að nota olíu og kol árið 2030 til að bjarga jörðinni frá glötun. Sem sagt engir bilar flugvélar eða annað sem notar olíu eða kola orku, bara nota hraðlestur sem ganga á raforku. Ein þingkona frá Hawaii, sem er mjög langt til vinstri, var spurð hvernig hún ætlaði að ferðast milli Hawaii og Washington DC, en það var lítið um svar frá henni.
þetta er bara brot af því sem þessi Gáfaða nýja kona á þingi USA hyggst koma í lög í USA.
Til að standa undir kostnaði, þá á að skattlegja fólk 90% allir fá laun, jafnvel þeir sem vilja ekki vinna. Þvílíkt sæluríki.
MAGA
Kveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 10.2.2019 kl. 16:05
Áhugavert verður að sjá hvað kemur svo frá þessum samtökum, hvert þeirra mat verður. Eldri kynslóðir stofnuðu "ríkið" í félagslegum tilgangi, sem hefur reyndar orðið að meira bákni en upphaflega var lagt upp með. Mun unga fólkið telja "ríkið" ómissandi eða óþolandi?
Kolbrún Hilmars, 10.2.2019 kl. 17:33
Gott að heyra.
Ríkið og ríkisstjórn þess á alltaf að vera með stöðu hins grunaða eða sakbornings. Ríkisstjórnir eru hættulegt fyrirbæri eins og menn sjá út um allt og á mannkynssögunni.
Bandaríkin eru enn sem komið er eina ríki jaðrar sem stofnað er á þessum forsendum: að ríkisstjórnir séu hættuleg fyrirbæri sem vernda þarf borgarana gegn.
Þarna gæti verið komin hugmynd að nýrri stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið, sem gegndi því fróma hlutverki að halda ríkinu í skefjum og að skipa því varanlega á bekk sakbornings.
Svo mætti gjarna loka Heiðnikirkjuveldi háskólanna. Háskólamenntun á sennilega litla framtíð fyrir sér úr þessu. Hún er orðin stærsta fjármálabóla Vesturlanda, á kostnað skattgreiðenda. Svo geta borgararnir opnað þá skóla sem þeim sýnist og ráðið þá kennara sem þeim sýnist.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2019 kl. 18:12
Samt grunar mig að þetta séu vinstrisinnaðir háskólanemar sem lítið vita um hvað þeir eru að tala. Það segi ég vegna þess að orðið "frjálslyndur" þýðir vinstrimaður sem fer frjálslega með peninga annarra: skattgreiðenda.
Það eru Íhaldsmenn sem halda ríkinu í skefjum og engir aðrir. Það voru Íhaldsmenn sem settu bandaríska ríkið varanlega á bekk sakbornings í stjórnarskránni, því annars hefðu Bandaríkin endað eins og Frakkland, sem er sósíalistaríki líberalismans (frjálslyndra).
Svo byrjunin lofar því miður ekki góðu. Nafnið á félagsskapnum opinberar sem betur fer fávísi háskóla"samfélagsins", eins og við var að búast.
Þetta fólk þarf greinilega að lesa Biblíuna og ritgerðina Hvað er Íhaldsstefna?. Endurhæfingar er þörf áður en lengra er haldið með vitlaust nafn á félagsskapnum.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2019 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.