Laugardagur, 9. febrúar 2019
Katrín, Trump og falsfréttir
,,Gagnrýnin hugsun samtímans krefst þess að við rýnum allar heimildir, rýnum internetið, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ..og vísar í þá ógn sem stafar af dreifingu falskra frétta."
Katrínu er umræðan um árif fjölmiðla hugleikin, talaði t.d. í haust um Trump-áhrifin og upplýsingaóreiðu.
Hugtakinu falsfréttir er einatt spyrt saman við Trump. Sagan á bakvið er önnur en flestir halda. Samkvæmt blaðamanninum Sharyl Attkinson, sem kannaði málið, var hugtakið falsfréttir kynnt í núverandi mynd af andstæðingum Trump, þeim Obama og Clinton.
Hugmyndin að baki var þessi: Obama og Clinton áttu vísan stuðning hefðbundinna fjölmiðla. Aftur nýtti Trump sér jaðarmiðla á netinu. Demókratar ákváðu að hefja herferð gegn netmiðlum undir þeim formerkjum að þeir flyttu falsfréttir.
Snilli Trump fólst í því að hann nýtti sér hugtak sem búið var að kynna til sögunnar og heimfærði það upp á hefðbundna fjölmiðla. Og sökum þess að þessir fjölmiðlar voru hlutdrægir, studdu Clinton og voru á móti Trump, fékk nýr skilningur á falsfréttum hljómgrunn.
Blaðamönnum á hefðbundnum fjölmiðlum er orðið meinilla við umræðu um falsfréttir. Enda hittir hún þá sjálfa fyrir.
Athugasemdir
Já svo var fake-presssan kölluð til til að klappa fyrir Obama þegar hann spyrti sig saman með Harward-stofnendum Facebook, sem búa á bak við háa múra, og tilkynnti hve framsýnn hann væri að há fyrstur allra kosningabaráttu sína á félagsmiðlinum, sem ritskoðar milljarð manna tíu árum síðar.
Þarna bjó Katrín til falska frétt af persónulega pólitískum ástæðum. Þar á undan dreifðu kommafélagar hennar þeirri frétt í 70 ár að Sovétríkin væru á hverju ári í 70 ár alveg við það að breytast í paradís. Að það vatnaði bara gluggatjöldin aðeins.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.2.2019 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.