Launþegar flýja herskáa verkó

Stórflótti frá VR yfir í Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga rímar við aðra frétt frá í haust um að nýtt kjarafélag, Félag lykilmanna, fái óánægða launaþega til sín í hrönnum.

Launþegar greiða atkvæði með fótunum. Löggjafinn verður að koma til móts við stóraukna eftirspurn eftir frjálsræði á vinnumarkaði og klekkja á ofurvaldi gömlu verkalýðsfélaganna yfir starfsgreinum og atvinnusvæðum.

Verkalýðshreyfingin er að stórum hluta komin í hendur pólitískra aðgerðasinna, sósíalista sem berjast fyrir miðstýrðu efnahagskerfi. Löngu tímabært er að breyta lögum um stéttafélög í átt frjálsræðis.

 


mbl.is Hætta í VR og ganga í KVH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband