Þingmenn grafa sér gröf í Klaustri

Vinstrimenn á alþingi, Viðreisn meðtalin, gerðu sér pólitískt mat úr ólöglega fenginni upptöku af Klausturbarnum.

Þar með sögðu vinstrimenn á alþingi að einkalíf þingmanna væri lögmæt umræða.

Ef vinstrimenn kjósa að færa umræðuna niður á það plan verða þeir af taka afleiðingunum.


mbl.is „Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Enn hefur þú ekki fengið hugljómum til að skilja um hvað þetta mál snýst.  Þetta er ekki pólitískt mál, heldur siðferðislegt.  Alþingismenn sem sitja á börum og drekka í vinnutíma eiga að segja af sér og finna sér vinnu þar sem þeir geta drukkið og verið fullir í vinnutíma!  Það skiptir nákvæmlega ENGU málið hver það er, í hvaða flokki þeir eru, eða hvaða embætti þeir þjóna, svoleiðis framkoma er einfaldlega gersamlega ólíðanleg! 

Ef rugludallar bera líf sitt á torg á börum verða þeir að vera menn til að taka afleiðingum orða sinna og gerða.  Þar með taldir þeir sem rægja og níða samferðamenn sína og halda að það sé bara gott mál.  Þeir eru orðnir hálfruglaðir af ofsóknarbrjálæði þessa dagana og fyrir þeim er þetta allt pólitík.  Þeir geta ekki með nokkru móti skilið að þetta snýst um siðferði, ekki pólitík.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 23.1.2019 kl. 18:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Arnór. Eigum við þá ekki að fara fram á að allir opinberir staðir verði hleraðir og þess gætt að menn vaði ekki uppi með sorakjaft á fylleríi. Það verður að ráða lið siðferðis og málfarslögreglu til að vinna úr gögnunum og stjaksetja þá sem fara yfir siðferðisstrikið.

Það má segja að þetta sé bæði pólitískt og siðferðislegt. Pólitískt að því æeyti að þetta er notað til að klekkja á og rægja pólitíska andstæðinga. (Kom upp á hentugum tíma þegar braggamálið var rétt að ná flugi)

Siðferðislegi hlutinn af þessu hlýtur að vera hvort leynilegar ólöglegar upptökur og klár persónuverdarbrot verði réttlætt til að blása upp þennan pólitíska skítstorm. Fínt fordæmi það. Þú þarft kannski ekki að hafa áhyggjur af því þarna í Trumpistan því þú ert sennilega vaktaður úr öllum hornum af stóra bróður.

Við viljum ekki opna á að slíkt verði sjálfsagt og löglegt hér. Hversu miklar fyllibyttur og skíthælar þessir plebbar voru í sínu prívasíi, þá var brotið á þeirra rétti, en engra annarra. Þeir brutu engin lög, en lög voru brotin á þeim. Mundu það.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2019 kl. 03:51

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Arnór: Ef þú ert annars ósáttur við að þingmenn drekki þótt eitthvað sé eftir af vinnudeginum, þá hefur það tíðkast alla tíð, því miður, og ekki bundið þessum dömum og herrum. Minnir að það sé bar í alþingishúsinu sjálfu og í senatinu hjá ykkur.  Þetta mætti færa til betri vegar en hefur ekkert með þessar persónur að gera.

Ef þú lést svo lítið að lesa fréttina, þá sérðu að það voru þingkonur úr stjórnarandstöðunni sem hóuðu í partíið á Klaustri um tölvupóst. Það var svo fínt veður. Hvað sagt var þar satt eða saurugt, kemur engum við.

Vafalaust hefur þú látið eitt og annað um munn fara í glasi sem fólki kemur heldur ekkert við.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2019 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband