Föstudagur, 11. janúar 2019
Aftökulisti Obama og friðarvilji Trump
Assad Sýrlandsforseti var á aftökulista Obama, Clinton og frjálslyndra vinstrimanna - líkt og Hussein í Írak og Gaddafi í Líbýu, sem báðir týndu lífi.
Hugmyndin var að Bandaríkin myndu endurskapa miðausturlönd í sinni mynd. Vestræn alþjóðahyggja rakst á kaldan veruleikann fyrir botni Miðjarðarhafs. Það kostaði þúsundir mannslífa og eyðileggingu samfélaga.
Trump býður Assad efnahagsaðstoð að skilyrðum uppfylltum. Alls óvíst er hvort það taki ár eða áratugi að leiða fram frið og stöðugleika í þessum heimshluta. Hitt er víst að yfirvegað raunsæi er snöggtum betri pólitík en frjálslynd stríðslyst.
Fara ekki frá Sýrlandi á undan Írönum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjárfestirinn á bakvið Obama og Clinton er sá sami og lagði fé til höfuðs Bush og Trump.
Hann var bara venjulegur fjárfestir með hóflegar skoðanir í byrjun en eftir að hafa fengið gullpottinn nokkrum sinnum varð hann heimsvaldafíkill og þarf æ stærri skammta til að svala heimsvaldafíkn sinni.
Benedikt Halldórsson, 11.1.2019 kl. 13:41
Var það ekki stjórn George W. Bush með stuðningi Íslands sem réðist ólöglega inn í Írak? Hussein var síðan hengdur 2006 eftir skrautleg réttarhöld. Innrásin var byggð á fölskum upplýsingum og ekki með samþykki SÞ eða NATO. Vinstrimönnum verður vart kennt um það. Ógæfa hefur samt ávallt fylgt kommunískum stjórnarháttum og aftakan á Gaddafi var viðbjóðsleg.
Gunnar Karl Guðmundsson, 11.1.2019 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.