Inga Sæland gegn öryrkjum og gamalmennum

Vegna verðtryggingar eru lífeyrissjóðir í færum að greiða lífeyri til öryrkja og gamalmenna með vöxtum og verðbótum. Án verðtryggingar myndi lífeyrir rýrna með verðbólgu.

Inga Sæland talar ekki fyrir hagsmunum öryrkja og gamalmenna þegar hún boðar afnám verðtryggingar. 

Það er ekki vel til fundið hjá formanni Flokks fólksins að koma út úr skápnum á gamlársdag sem talsmaður græðgisliðsins sem tekur lán en ætlast til að aðrir borgi þau upp.


mbl.is Hægt að skapa fyrirmyndarþjóðfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Inga Snæland berar tanngarðana alla daga sjálfri sér til ánægju.

Hrólfur Þ Hraundal, 31.12.2018 kl. 20:20

2 Smámynd: rhansen

það hljota allir að fara sja i gegnum hana  !

rhansen, 1.1.2019 kl. 02:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Síðuhöfundur afhjúpar sig hér sem stuðningsmaður verðtryggingar (þ.e. auðvaldsins), en þykist á sama tíma vera fullveldissinni. Þar sem þetta eru tvö ósamrýmanleg markmið er útkoman: hræsni.

Að sá sem slíkt skrifar opinberlega sé félagsmaður í Heimssýn, er álíka fáránlegt og ef Gunnar Bragi væri í Samfylkingunni. Leyfilegt já, þar sem reglurnar banna það ekki, en heiðarlegt? Nei, aldrei!

Síðuhöfundur hefur því hér með í raun afhjúpað sig sem svikara og flugumann innan raða heiðarlegra félagsmanna í Heimssýn. Ég þekki ekki hvort reglur þess félags leyfa brottrekstur flugumanna/aðskotahluta en læt að svo stöddu öðrum eftir að finna út úr því.

Að þessu sögðu óska ég öðrum lesendum góðs nýárs.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2019 kl. 03:56

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hún stígur auðvitað ekki í póltíska vitið, kona úr Breiðholtinu sem mér sýndist helst  grenja sig inn á Þing í beinni útsendingu.

Ég vona að Guðmundur ásgeirsson sé ekki áhrifa,maður í Heimssýn sem ég ætlaði að ganga í.Páll skilur þetta nefnilega nákvæmlega hagfræðilega rétt.

Halldór Jónsson, 1.1.2019 kl. 13:37

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halldór.

Það er ekki rétt að verðtrygging lána og verðtrygging lífeyris sé eitt og hið sama, hvorki hagfræðilega né á annan hátt.

Að þeir sem vilji afnema verðtryggingu lána ætlist til þess að aðrir borgi upp lánin, hvort sem viðkomandi heitir Inga Sæland eða eitthvað annað, er ekki heldur rétt, hvorki hagfræðilega né á annan hátt.

Engu að síður er hvoru tveggja haldið fram hér að ofan.

- Gleðilegt nýtt ár.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2019 kl. 16:51

6 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Hvernig getur nokkur heilvita maður trúað því að verðtryggingin sé fyrir litlu Gunnu og litla Jón þegar 2% þjóðarinnar eiga yfir 90% af öllum auði landsins?

Hvers vegna eiga íslensk lán að vera það eina í okkar heimi sem heldur verðgildi sínu?

Ekki einu sinni gull getur krafist þess að halda verðgildi sínu.

Ef íslenskir lífeyrissjóðir þurfa verðtryggingu til þess að ávaxta fé sitt, þá er stjórn þeirra í algeru rugli.  

Richard Þorlákur Úlfarsson, 1.1.2019 kl. 19:18

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ákaflega einkennileg kenning. Lífeyrissjóðir greiða í samræmi við þá ávöxtun sem þeir fá. Það kemur verðtryggingu ekkert við.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.1.2019 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband