Föstudagur, 21. desember 2018
Soros og samfélagsverkfræðin
George Soros kennir sig við opið samfélag þar sem aðrir sjá upplausn og óeirðir. Hugsjón Soros kemst á framkvæmdastig eftir fall kommúnismans og er grunninn öfug nýlendustefna.
Í stað þess að vestræn ríki legðu undir sig þriðja heiminn og skipuðu málum eftir sínu höfði skyldu þjóðflutningar frá þriðja heiminum til vestrænna ríkja skapa nýtt jafnvægi á milli fólksfækkunar iðnríkja og fátæktar þróunarlanda.
Á pappírunum gekk dæmið upp. En í útreikningum gleymdist að samfélag er meira en talnagildi. Æ fleiri á vesturlöndum sannfærðust að öfuga nýlendustefnan myndi ekki bæta vestræn samfélög heldur tortíma þeim.
Opnið samfélag Soros er hápunktur frjálslyndrar alþjóðahyggju sem varð til eftir seinna stríð og atti kappi við kommúníska alþjóðahyggju í kalda stríðinu. Eftir fall Sovétríkjanna, fyrir bráðum 30 árum, opnaðist hyldýpið og engin bönd héldu samfélagsverkfræðingum á Wall Street og Pentagon.
Þjóðflutningar inn í vestræn ríki og nýskipan ríkja í miðausturlöndum með hervaldi er samfélagstilraun sem misheppnaðist.
Opið samfélag undir verndarvæng alþjóðastofnana er draumur sem í framkvæmd verður að matröð.
Soros valinn maður ársins hjá FT | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða kröfur ætti ÍSLENSKA RÍKIÐ að setja upp til að fólk gæti fengið
ÍSLENSKAN RÍKISBORGARARÉTT hér á landi til langs tíma?
Jón Þórhallsson, 21.12.2018 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.