Verkó klofnar, félagsmenn flýja rótttæka yfirstétt

Dýr yfirstétt verkalýðsfélaga nær ekki samstöðu um hvernig eigi að bera sig að við kjarasamninga. Efling hættir samfloti með Starfsgreinasambandinu og hallar sér að VR.

Yfirstéttin í verkalýðshreyfingunni er orðin svo dýr í rekstri að sjúkrasjóðir eru notaðir til að borga reksturinn. Þetta er þjófnaður, segir Guðmundur Þ. Ragnarsson fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Launþegar flýja verkalýðsfélögin og leita í félög sem ekki eru með dýra yfirbyggingu.

Róttæka yfirstéttin í verkalýðshreyfingunni freistar þess að skapa ólgu í samfélaginu, hótar að flytja inn franska mótmælahreyfingu kennda við gul vesti.

Yfirstéttin í verkó þjónar ekki almannahagsmunum heldur sínum eigin.


mbl.is Líklega samferða VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband