Ókeypis peningar, sósíalismi og sjúkt samfélag

Öflugustu seðlabankar heims, í Bandaríkjunum og Evrópu, lánuðu peninga án vaxta eftir hrunið 2008. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að hrun fjármálamarkaði ylli kreppu í raunhagkerfinu með atvinnuleysi og þjóðfélagsófriði.

Í meginatriðum tókst að koma í veg fyrir samdrátt raunhagkerfisins, einkum í Bandaríkjunum. En þrjár afleiðingar, að nokkru ófyrirséðar, urðu af núllvöxtum.

Í fyrsta lagi óx bilið á milli ríkra og fátækra. Þeir ríku höfðu nánast óheftan aðgang að peningum á núllvöxtum og græddu á tá og fingri. Þeir fátæku sluppu við atvinnuleysi en fengu ekki kauphækkun og kepptu við innflytjendur um láglaunastörf.

Í öðru lagi urðu fyrirtæki háð lánsfé án vaxta.

Í þriðja lagi verður sósíalismi vinsæl pólitík, bæði sem andsvar við auknu efnahagslegu misrétti en einnig sökum þess að i áratug eru ókeypis peningar á sveimi og hvers vegna ekki að leyfa öllum að njóta - fá launin en skila engri vinnu.

Sósíalískir sprotar skutu rótum víða. Jafnvel á Íslandi þar engir ókeypis vextir buðust og launajafnrétti er hvergi meira. Sósíalistaflokkur var stofnaður og sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga tæmast:fáum launin án vinnu.

Nú þegar vextir hækka eru mörg fyrirtæki ósjálfbær og sósíalísk sísvengd hrjáir launþega. Við þurfum kreppu til að gera samfélagið heilbrigðara.


mbl.is Versta ár frá fjármálakreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband