Einfalda spurningin um þriðja orkupakkann

Ísland fær sjálfkrafa undanþágu frá reglum EES-samningsins sem ekki eiga við hér á landi, t.d. um skipaskurði og járnbrautalestir. Þriðji orkupakki ESB miðar að samhæfingu raforkumarkaðar Evrópu. Ísland er ekki hluti af evrópskum raforkumarkaði.

Einfalda spurningin um þriðja orkupakkann er þessi: hverjir standa gegn því að Ísland fái undanþágu?

Aðeins þrír aðilar koma til greina:

a. Evrópusambandið. Ef það er raunin staðfestir það grun um að ESB renni hýru auga til íslenskra fallvatna og sæstrengs.

b. Norsk stjórnvöld. Andstaða er við nánari tengingu Noregs við raforkukerfi ESB og norsk stjórnvöld eru í vörn. Norskur ráðherra var sendur í vinnuheimsókn til Íslands að tala um fyrir íslenskum yfirvöldum.

c. Íslenski orkugeirinn og mögulega fjárfestar. Milljarðaviðskipi komast á koppinn ef sæstrengur verður lagður til Evrópu. Íslensk náttúra og almenningur munu bera kostnaðinn.

Talsmenn þriðja orkupakkans hér á landi vilja ekki svara spurningunni hverjir það eru sem standa í vegi fyrir undanþágu Íslands. Hverju barni er augljóst að hér er maðkur í mysunni.

Alþingi ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að falla frá fyrirvörum Íslands gagnvart þriðja orkupakkanum. Við erum ekki hluti af raforkukerfi Evrópu. Vitanlega eigum við ekki að taka þátt í raforkustefnu ESB - hún er einfaldlega ekki okkar mál.


mbl.is Alþingi setur áfram lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Veistu, ef við fengjum aðgang að evrópska vegakerfinu, þá gæti það verið okkar hagur.  Að láta bara þjóðverja leggja hér vegi á sinn hátt.

Það myndi alveg meika jafn mikinn sens, enda er vegakerfið hér alveg jafn auðtengt því evrópska og rafkerfið.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.12.2018 kl. 16:10

2 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Þetta er vissulega einföld og góð spurning. Þeir sem mest tala fyrir samþykkt pakkans nota gjarnan þau rök að hann hafi nákvæmlega alls engin áhrif og því megi að skaðlausu samþykkja hann. Og þá vaknar önnur einföld spurning, má ekki eins sleppa því?

Hólmgeir Guðmundsson, 17.12.2018 kl. 18:06

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ef Islendingar eru svo miklir aumingjar að þeir ætla að hafa Ríkisstjórn sem gefur fallvötnin okkar ættum við að harma það að vera ekki undir stjórn Dana.

 Her er aðeins MAFIA VIÐ STJÓRN.

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.12.2018 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband