Vísindi, réttlæti og loftslag

Loftslag breytist óháð athöfnum mannsins. Þetta er vísindaleg staðreynd. Við vitum um miðaldahlýskeiðið frá um 900 til 1300 og viðurkennt er að tímabilið sem kom eftir, litla ísöld, stóð yfir frá um 1300 til 1850. Á hvorugu tímabilinu skipti nokkru máli hvað menn gerðu, veðurfar breyttist vegna náttúrulegra ferla.

Síðustu áratugi hafa sumir vísindamenn í bandalagi við alþjóðastofnanir og aðgerðasinna reynt að telja okkur trú um að athafnir mannsins valdi hlýnun jarðar síðustu hundrað árin eða svo.

Aðrir vísindamenn á sviði loftslagsmála, t.d. Richard LindzenJudith Curry og Roy Spencer eru þeirrar skoðunar að vísindalegar sannanir skortir fyrir staðhæfingum um hlýnun af mannavöldum.

Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi sem lauk í gær voru sjónarmið þeirra sannfærðu ráðandi. Íslendingur, sem starfað hefur í þjónustu þeirra sem trúa á hlýnun af mannavöldum, boðar nýja umræðu um réttlæti í loftslagsmálum.  

Nú liggur í augum uppi að raunvísindi hafa nákvæmlega ekkert með réttlæti að gera. Raunvísindi fjalla um staðreyndir. Pólitík er aftur útblásin af hugmyndum um réttlæti og sýnist þar sitt hverjum, eins og gengur.

Einn af snjallari álitsgjöfum um samtímamálefni, Jordan Peterson, fékk nýlega þá spurningu hvort mannkynið gæti ekki sameinast í trú á manngerða loftslagsvá. Á sex mínútum sallaði Peterson niður loftslagsævintýrið um nýju fötin keisarans.

Það er ekki spurning hvort heldur hvenær almenningur sér í gegnum bábiljufræðin um að maðurinn stjórni loftslaginu. Þegar hákirkjan fellur tekur hún með sér trúverðugleika raunvísinda. Það er heldur leitt. Raunvísindi eru gagnleg - en pólitísk raunvísindi baneitruð.


mbl.is „Þarna er mikilvægum áfanga náð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

 https://www.youtube.com/watch?v=TCy_UOjEir0

Guðmundur Böðvarsson, 17.12.2018 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband