Laugardagur, 15. desember 2018
Grænland tapast, Sahara-eyðimörkin verður græn
Ef Grænlandsjökull bráðnar hverfur vatnið ekki út í himingeiminn heldur verður það hluti af náttúrulegu samspili hafs, lofts, meginlanda og sólarljóss sem gerir jörðina byggilega.
Vísindamenn glíma enn við að skilja þetta samspil. Aðgerðasinnar í þeirra röðum halda að maðurinn stjórni náttúrulegum ferlum, sem er fáviska klædd í búning vísinda.
Ef Grænlandsjökull tapast er eins víst að Sahara-eyðimörkin verði græn. Engin ástæða til að kvarta yfir því.
Munum missa Grænland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki er víst að það sé samhengi þarna á milli, því eflaust hefur Sahara verið græn og blómleg á ísöld þegar allt norðurhvel, og þar með Evrópa og Grænlandsjökull, var undir þykku íslagi.
Kolbrún Hilmars, 15.12.2018 kl. 16:48
Grænland verður grænt, og líka Sahara.
Góðir tíma framundan.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.12.2018 kl. 19:06
Alltaf þegar blásið er til loftslagsráðstefna og samninga um hvernig skuli skattleggja andrúmsloftið, þá gjósa upp tryllingslegar hræðslu yndir sem eru svo yfir strikið að það nálgast kómedíu.
En ok...ef það er of seint að bjarga grænlandi, hvað eru menn þá að þusa yfir því. Brátt verður sennilega of seint að bjarga heiminum frá þessari voðalegu vá og þá fáum við kannski loks frið fyrir hræðsluáróðrinum.
Nú verður allavega hlé fram að næstu loftslagsráðstefnu.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2018 kl. 20:29
Jörðin fær ekki frið fyrr en hún er laus við mannkynið, en kannski er ekki svo langt þangað til.
Hörður Þormar, 15.12.2018 kl. 20:43
Ég nefni þetta m.a. í ritgerð minni hér á blogginu, „Gróðurhúaáhrif væru góð, eða að flýta ísöldinni“ og segi m.a.:
„Ég man þegar ég var í gagnfræðaskólanum við Lindargötu, að okkur var bent á þá staðreynd, að fyrir örfáum árþúsundum, skömmu fyrir daga Forn- Egypta, var Sahara- eyðimörkin grasi gróin slétta, yfir að líta eins og þjóðgarðar Austur- Afríku eru í dag, jafnframt því að Ísland var jöklalaust að kalla. Þetta skýrði kennarinn svo, að uppgufun úr höfunum hefði verið meiri. Auk þess hafa allir lært, í síðasta lagi í eðlisfræði 9. bekkjar grunnskóla, að hlýtt loft tekur til sín margfalt meiri raka en kalt. Gróflega þýðir þetta að hlýnun gufuhvolfsins um eitt stig veldur hækkun vatnsgufu í því um sjö rakastig. Raki í gufuhvolfinu var því miklu meiri en nú og þar með úrkoman. Þetta voru þá þegar alkunnar staðreyndir og eru enn staðreyndir þótt þær virðist ekki lengur alkunnar“.
Ég held áfram: „nn og flestir stjórnmálamenn, með Al Gore í fararbroddi hafa fengið þá flugu í höfuðið að hlýjan, vinur alls sem lifir, sé vond. Hin meinlokan er þó enn undarlegri, en hún er sú, að heimurinn muni farast, ef hlýnar eitthvað agnarlítið aftur, um kannski eina- tvær gráður á næstu hundrað árum, þannig að loftslag fari aftur að líkast því sem var t.d. á dögum Grikkja og Rómverja.
Þá voru núverandi sandöldur Norður- Afríku grónar og helsta kornforðabúr veldisins. Allt Miðjarðarhafssvæðið var raunar grænna og grónara en nú og fornleifar sanna, að vínrækt var stunduð við Hadríanusar- múrinn á landamærum Skotlands. Eins og íslenskir jöklafræðingar vita voru íslenskir jöklar á þessum tíma miklu minni en nú, sumir lítið annað en snjóskaflar, sem sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Og hvað gerir það til þótt slík veðrátta komi aftur? Ég vil taka þetta skýrt fram vegna þess að bókstaflega allir sem um þetta mál fjalla ganga út frá því sem gefnu, að endurhlýnun og afturhvarf til hins hlýja og raka loftslags á dögum víkinga, Rómverja (hlýrra en hjá víkingum) eða Forn- Egypta (hlýrra en hjá Rómverjum) eða jafnvel afturhvarf til bórealsks tíma þegar flestallar eyðimerkur voru grónar og Ísland jöklalaust væri eitthvað vont. Svo er alls ekki. Þvert á móti“.
Vilhjálmur Eyþórsson, 15.12.2018 kl. 22:20
Ritgerðina í heild sinni má lesa hér: https://vey.blog.is/blog/vey/
Vilhjálmur Eyþórsson, 15.12.2018 kl. 22:22
Réttara hér https://vey.blog.is/blog/vey/entry/2188666/
Vilhjálmur Eyþórsson, 15.12.2018 kl. 22:25
Það vekur grunsemdir um að allt sé ekki með felldu í loftslagsmálum þegar þeir sem hafa efasemdir eru smánaðir og ásakaðir um að vera "climate skeptics" sem hljómar eins og villutrú hjá almenningi. Efi og vísindi eiga nefnilega ágæta samleið. Dæmigerð fyrirsögn: "Scientist laughs at climate change skeptics".
Vel má vera að loftlagsvá sé framundan. En þessi ofboðslegi þrýstingur að gera eitthvað er ekki eðlilegur. Þeir sem ekki eru leiðitamir og játa strax "vísindin" eru kallaðir öllum illum nöfnum, líka í "umræðum" um flóttamenn.
Nú nýlega var skrifað undir "aðgerðir" í málum flóttamanna sem eru líklegri til að fara ver með þjóðir vesturlanda en svartsýnustu veðurspár. Það færi allt í kaos en það versta er skerðing á málfrelsi. Fólk sem vill skerða málfrelsi er alls ekki treystandi til að leiða okkur lönd eða strönd.
Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum koma á glóbalstjórn. Homo Sapiens er ekki treystandi. Um leið leið og einhver mannapinn finnur fyrir global völdum hríslast um fornar heilastöðvar rándýrsins í sér, verður hann samstundis að einræðisherra og skrímsli. Það er alltaf þannig. Það þarf því að dreifa völdunum sem mest og hafa fullt málfrelsi.
Það skiptir engu máli úr því sem komið er hvort spádómar um veðurvá séu réttir eða ekki. "Samstaða" mannkyns verður meiri martröð en loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Benedikt Halldórsson, 16.12.2018 kl. 04:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.