Brexit og ESB-útlegð vinstrimanna á Íslandi

Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, breytir íslenskum stjórnmálum. Að frátöldum Norðurlöndum stendur Bretland okkur næst í Evrópu. Úrsögn Breta stokkar upp valdajafnvægið í Evrópu, færir ESB nær því að vera hreinn félagsskapur meginlandsþjóða með nokkuð voldugan nágranna í austri, Rússland. Bretland, sem var milliliður fyrir aðkomu Bandaríkjanna að Evrópustríðum á fyrri hluta síðustu aldar er ekki lengur hluti af bandalaginu sem mótaðist í kalda stríðinu.

Áhrif Brexit á íslensk stjórnmál verða þau að ESB-flokkar eins og Samfylking og Viðreisn eiga sér ekki lengur pólitískar forsendur. Samfylkingin er búin til sem ESB-flokkur og á enga framtíð sem slíkur. Sama gildir um Viðreisn.

Annað meginhlutverk Samfylkingar var að sameina vinstrimenn. Sá draumur er mun fjarlægari núna en um aldamótin, þegar flokkurinn var stofnaður, og ástæðan er að ESB-aðildin reyndist mýrarljós.

ESB-mistökin færðu frumkvæðið í vinstripólitík frá Samfylkingu til Vinstri grænna. Kjölfestulaus Samfylking reynir að veiða fylgi á sömu miðum og Píratar - með upphlaupspólitík. Á meðan sitja Vinstri grænir í landsstjórninni með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, tveim elstu starfandi stjórnmálaflokkum þjóðarinnar. 

 


mbl.is Flestir taka ekki afstöðu til Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Fyrir þá sem ekki (vilja) vita hvað stefna ESB gengur út á, þá er hér einn af Hitlerum fasistabandalagsins (Guy Verhofstadt):

https://www.facebook.com/BREAKINGBREXITNEWS/videos/513143645859870/

Aztec, 15.12.2018 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband