RÚV, Ágúst og Miðflokkurinn

RÚV lagði heilu fréttatímana undir Klausturmál Miðflokksmanna. RÚV gerir eina frétt, í gærkvöldi, um Ágúst Ólaf þingmann Samfylkingar og áreitni hans gagnvart konu. Sú frétt var fljótlega tekin af forsíðu RÚV.

Í fyrsta aðalfréttatíma RÚV eftir að Ágústarmálið varð uppvíst, núna í hádeginu, var það fyrsta frétt en eina vitnið sem kallað var í, varaformaður Samfylkingar, sagði það eitt að ,,ferlar Samfylkingarinnar virkuðu."

Aðrir aðalmiðlar í Klaustursmáli, DV/Eyjan og Stundin, þegja þunnu hljóði um þingmann Samfylkingar.

Nú er öllum heilvita ljóst að orðameiðingar sexmenninganna á Klaustri eru saklausari en áreitni Ágústs gagnvart konunni, sem hann sýndi í tvígang kynferðistilburði og bætti svo gráu ofan á svart með því að atyrða konuna sem hafnaði honum.

Þessir þrír fjölmiðlar, RÚV, DV/Eyjan og Stundin, eru undirlagðir skelfilegri hlutdrægni annars vegar og hins vegar yfirgengilegri tvöfeldni.


mbl.is Fer í leyfi í kjölfar áminningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ætli munurinn sé ekki að Ágúst greindi sjálfur frá þessu? Hann þrætti ekki fyrir þetta. Trúnaðarnefnd Samfylkingar var búin að taka þetta fyrir og áminna Ágúst. Allir fjölmiðlar búnir að fjalla um þetta í dag og í gær. Og sennilega var þetta ekki vinnufélagi Ágústs sem hann var að baknaga. Skv. lýsingu var þetta atvik þar sem um misskilin samskipti var að ræða. Ágúst var dónalegur eftir höfnun. Þau þ.e. konan og hann hafa rætt um málið bæði hist og fleira. Hún tilkynnti þetta til trúaðarnefndar sem áminnir Ágúst og hann tekur sér leyfi í 2 mánuði til að bæta sig með faglegri ráðgjöf.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2018 kl. 12:59

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Testósteróni tappað af ÁÓÁ og hann gerður að enn meiri kellingu en hann nú er. Er það ráðið?

Ragnhildur Kolka, 8.12.2018 kl. 14:14

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þeir sem voru á Klaustursbar hafa ekki neitað neinu. Þeir hafa beðið afsökunar og 2 þeirra komnir í launalaust leyfi. Þetta atvik með Ágúst á greinilega erindi inn í siðanefnd Alþingis.

Annað er yfirklór. Og ekki boðlegt - jafnræði á að ríkja á milli gerenda sem geta ekki hamið sig - og þá á eg einnig við þá sem eru með einelti á orðhákana á barnum. 

Svo má hver þigmaður"Háttvirtur", hugleiða, hvort það sé meiri synd að vera með klámkjaft á fylleri eða svíkja gefin loforð til kjósenda sinna.

Eggert Guðmundsson, 8.12.2018 kl. 17:46

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekkert nýtt hér.Páll duglegur í vinnunni sinni og frú Kolka kinkar kolli.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2018 kl. 18:39

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Magnús Helgi, nauðgunin sem Ágúst gerði tilburði til gerðust fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það var ekki fyrr en hann þurfti að óska eftir frí frá Alþingi sem hann upplýsti þjóðina um málið, þegar honum, varð ljóst að það myndi opinberast. Formaður samfylkingar og að öllum líkindum allir þingmenn hennar vissu af málinu miklu fyrr og voru vel meðvitaðir um það þegar árásir þeirra hófust vegna Klaustursmálsins. Það kallast hræsni.

Þar fyrir utan hefur einungis skýring Ágústar verið opinberuð, engin hefur fengið að vita söguna út frá hlið fórnarlambsins. Í skýringu sinni segir Ágúst að hann hafi látið "særandi orð" falla á konua, þegar hún hrinti honum frá sér. Gaman væri að heyra upptöku af þeim orðum.

Orð geta vissulega sært, en líkamlegt ofbeldi, að ekki sé talað um kynferðislegt, er mun stærri sök!

Framferði Ágústar er þó engin réttlæting fyrir orðfæri tveggja þingmanna Miðflokksins, en þeir sem af þessari nauðgunartilraun vissu hefðu átt að halda kjafti og líta sér nær!!

Hins vegar er ekkert sem réttlætir árásir á hina fjóra þingmennina, tvo frá Miðflokki og tvo frá Flokki fólksins.

Gunnar Heiðarsson, 8.12.2018 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband