Óreiða og fylgi Samfylkingar eykst

Þegar upplausn og óreiða ríkir í samfélaginu vex fylgi Samfylkingar. Eftir hrun tók fylgi flokksins stökk og nú aftur fær Samfylkingin meðbyr - þegar móðursýki tröllríður samfélaginu.

Tilviljun?

Nei, varla.


mbl.is Miðflokkur dytti út af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvervegna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.12.2018 kl. 12:53

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tvær ástæður, Heimir:

a. Samfylkingarfólk er alltaf fyrst til að gera úlfalda úr mýflugu, stekkur á vagn fordæmingar og er áberandi í fjölmiðlum..

b. Samfylkingin stendur ekki fyrir neina pólitík, er ýmist til hægri eða vinstri eftir því hvernig vindurinn blæs, er tækifærissinni. Í könnunum falla þeir ístöðulitlu fyrir flokknum þegar samfélagsfár stendur yfir.

Páll Vilhjálmsson, 5.12.2018 kl. 13:01

3 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Þetta er bara svona Palli minn...það virðist vera að það komi alltaf í hlut Samfylkingarinnar að taka til eftir óráðsíu SjálfstæðisFLokksins og með hækjum hans, enda Samfylkingin eini flokkurinn sem treystandi er á.

Helgi Rúnar Jónsson, 5.12.2018 kl. 13:02

4 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

En svo er það nú bara þannig Heimir minn og Palli minn, að eins og eftir frjálshyggju fylleríið að þá áttaði fólk sig á því að eini flokkurinn sem fólk treysti til að taka til eftir ruglið, og koma hlutunum í lag aftur var auðvitað Samfylkingin og það er nákvæmlega það sem fólk virðist vera að kalla eftir aftur.

Helgi Rúnar Jónsson, 5.12.2018 kl. 13:23

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má kalla hlutina ýmsum nöfnum en síðast þegar Samfylkingin var í stjórn voru 10.000 fjölskyldur hraktar af heimilum sínum og landflótti meiri en á sögulegum tíma ef undan er skilin Móðuharðindin.

Ragnhildur Kolka, 5.12.2018 kl. 20:30

6 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Hugsaðu þér afleiðingarnar eftir viðskilnað íhaldsins Ragnhildur!!.. 10.000 fjölskyldur heimilislausar og landflótti og atvinnuleysi. En það tók Samfylkinguna undir styrkri stjórn Jóhönnu Sig. ekki langan tíma að laga hlutina, sem mér sýnist íhaldið vera langt komið með að eyðileggja.

Helgi Rúnar Jónsson, 6.12.2018 kl. 09:13

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það tók hana ekki langan tíma að vefja formanni VG Um fingur sér. Saman stefndu í innheimtu fyrir ESB. En Sigmundur hinn snjalli sótti það sem Íslandi bar. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2018 kl. 15:38

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

“norræna velferðarstjórnin” hennar Jóhönnu mun seint gleymast.

Ragnhildur Kolka, 6.12.2018 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband