Frakkland, bjargvættur ESB, er lamað

Mestu mótmæli í hálfa öld í Frakklandi, segir Guardian. Die Welt talar um harmleik kratisma. Aðrar fréttir eru þær að verkalýðurinn í Frakklandi snúist gegn alþjóðaelítunni, sem metur loftslagfirru meira en fólk.

Frakkland með Macron sem forseta átti að bjarga Evrópusambandinu, vísa veginn til framtíðarlandsins eftir úrsögn Breta, Brexit. En Macron er kominn út í vegleysu með sitt eigið land og gagnast ekki Brussel-verkefninu.

Mótmæli eins og þau í Frakklandi öðlast eigið líf. Þótt stjórnvöld afturkalla hækkun á eldsneyti vegna loftslagsfirru er það ekki nóg. Almenningur krefst meira. Enginn veit þó hvað þarf til að seðja lystina eftir að óánægjan verður allsráðandi.


mbl.is Hætt við skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband