Þriðjudagur, 4. desember 2018
Eftirspurn eftir móðursýki
Móðursýkin í Klaustursmálinu er í engu samræmi við tilefnið. Að vinnufélagar hittist yfir glasi og hrauni yfir mann og annan fjarstaddan er fremur hversdagslegt. Eyru fýsir illt að heyra er algengur kvilli meðal okkar.
Samfélagsmóðursýkin eins og hún birtist í Klaustursmálinu er samspil margra þátta s.s. stjórnmála, þar sem eins dauði er annars brauð, fjölmiðla sem mæla stöðu sína eftir fréttasmellum og samfélagsmiðla þar sem fyrst er skotið en síðan spurt.
Móðursýkin hvorki breytir né bætir samfélagið. Ekkert uppbyggilegt er á ferðinni í þeim vagni fordæmingar sem keyrir þvers og kruss um landið og miðin.
Óska eftir upptöku vegna Klausturmáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er ljóst að mörgum sem milli tanna þessa hóps hafi sárnað illa og jafnvel fengið létt áfall við að heyra ósköpin.
Nú spyr maður...hefði þetta tal sært eða meitt fólk, ef það hefði ekki verið birt? Líkast til ekki.
Ég held að flestir þurfi að þola að illa sé um það talað að þeim fjarstöddum og líklega hefur enginn áhuga á að heyra baktal og níð um sig úr fylleríi úti í bæ. Sá sem slíkt ber heim er sannlega sekur um baktal sjálfur.
Það er svo spurning um hugarfar þeirra sem rýna í þetta röfl þegar þeir túlka hljóð i bakgrunni þannig að það hljóti að vísa í að fjölfötluð kona líkist sel. Hér er augljóslega spurning um hvort það er reyndin eða túlkunin sem særir. Var þetta í alvöru það fyrsta sem þessu fólki datt í hug? Lá það beint við í hugum þeirra? Hvernig skyldi þetta fróma fólk annars ræða um samferðamenn sína þegar ölvíman svífur á.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2018 kl. 01:10
Mér finnst þessi visa frá Jónasi Friðrik vera lokaorðið. (Afsakið húmorinn)
Í nápleisi skammt frá Norðurpól,
í nístingsgaddi rétt fyrir jól,
í gráleitri skímu frá svikasól
er selur á hjóli að færa stól.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2018 kl. 01:19
Túlkar líklega Í taumlausu hatri sem öðrum er borið á brín.
Helga Kristjánsdóttir, 5.12.2018 kl. 05:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.