Sigmundur Ernir edrú á Austurvelli

Sigmundur Ernir mætti á Austurvöll að mótmæla ölæði sitjandi þingmanna á krá út í bæ.

Einu sinni var Sigmundur Ernir, þáverandi þingmaður, staðinn að verki í þingsal.

En, sem sagt, gott að Sigmundur Ernir mætti edrú á Austurvöll. Ásamt prúða fólkinu.


mbl.is „Mér finnst það svo sorglegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Slæmt er það að menn láta út úr sér annað eins og það sem fram fór á kránni umtöluðu og það jafnvel þótt þeir hafi verið undir áhrifum áfengis. Verra er það að fólk, sem talið er að sinni störfum sínum EKKI undir áhrifum vímugjafa, leggur til mannafórnir og setur það fram sem stjórnarfrumvarp. Er það fólk öllum mjalla???? Að fórna æskunni fyrir stundaránægju og það gert undir lagabókstaf samþykktum af EDRÚ fólki á Alþingi Íslendinga. Það er enn meiri skömm en það sem téðir einstaklingar létu út úr sér á kránni, þó ég ætli alls ekki að afsaka það sem þar fór fram.

Þjóð sem drepur börn sín á ekki framtíð fyrir sér, hún kveður upp sinn eigin dóm.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.12.2018 kl. 19:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvergi er hægt að sjá annað en að mótmælt hafi verið því sem sagt var en ekki því sem drukkið var. 

Ómar Ragnarsson, 1.12.2018 kl. 20:01

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sé ekki alveg hvað það kemur þessu máli við að Sigmundur Ernir mætti í ræðu auðsjáanlega eitthvað við skál en man að hann fékk heldur betur yfir sig blogg og athugsemdir. Og ef ég man hefur hann ekki verið á þingi nú í nokkur ár. Hann varð þó ekki það kvöldið vís af því að tala um aðra í kring um sig á þann hátt sem gert var þegar um 66% þingmanna Miðflokksins og um 50% þingmanna Flokks fólksins gengu í Klaustur drukku og kepptust um að drulla út annað stjónmálafólk, konur og fatlaða hver sem betur gat þarna. Og um leið að hrósa sér af plotti með sendiherra sem áttu að tryggja einum sem þarna var tryggt starf erlendis ef hann bæði um það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.12.2018 kl. 20:16

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Á Austurvelli var víst verið að mótmæla illu umtali um jaðarhópa (konur jaðarhópur?), skýtur þá ekki skökku við að einn helsti ræðumaður samkomunnar skuli ráðast sérstaklega á - hvíta miðaldra karla - sem eru sannarlega jaðarhópur.

Væri það ekki tilbreyting að þetta -góða fólk- gæti einu sinni verið samkvæmt sjálfu sér.- 

Ragnhildur Kolka, 1.12.2018 kl. 22:06

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mikið hlýtur þessu fólki að líða vel sem á allt, hraun og annað til að ausa yfir þá sem eru ekki eins fullkomnir og þeir.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.12.2018 kl. 02:01

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Einhvertíma heyrði ég að það væri árangursríkara að kenna en að ausa skít, nema því aðeins að maður væri að ausa náttúrulegum skít. Afsakið áburði.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 2.12.2018 kl. 02:07

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef þetta fólk hefði sagt af sér umsvifalaust hefði það hlotið virðingu almennings og vinnufélaga sinna. En það er of seint. Andrúmsloftið á vinnustaðnum verður hins vegar þannig eftir þetta að þessir einstaklingar munu fyrr en seinna hrökklast þaðan burt. En með skömm, ekki virðingu.

Hvað það kemur þessu máli við að Sigmundur Ernir hafi komið rakur í ræðustól á þingi fæ ég alls ekki séð. Það er ekki ölvunarástand sem hér er gagnrýnt heldur þau orð sem fólkið lét sér um munn fara.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2018 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband