Strikað yfir Bandaríkin í fullveldi Íslendinga

Í byrjun árs 1918, þann 8. janúar, kynnti Woodrow Wilson forseti Bandaríkjanna 14 punkta friðaráætlun fyrir Evrópu sem stóð í fyrri heimsstríði. Fimmti punkturinn, þjóðríkjareglan, samanber inngangsorð forsetans, nánast tryggði Íslendingum fullveldi.

Ástæðan er eftirfarandi. Danir kostuðu kapps að fá tilbaka landamærahéruð sem Þjóðverjar tóku af Danmörku í stríðinu 1864. Á þeim tíma kom fram sú hugmynd í danska stjórnarráðinu að skipta við Þjóðverja á Íslandi og smávegis af danskri byggð sem Þjóðverjar sölsuðu undir sig í krafti hermáttar. Ekkert varð úr og Danir biðu færis. Tækifærið kemur 1918 þegar fyrirsjáanlegur sigurvegari fyrra stríðs, Bandaríkin, kynnir þjóðríkjaregluna.

Danir sáu fyrir sér að endurheimta danskar byggðir í Þýskalandi í friðarviðræðum um ný landamæri eftir stríðslok. Til að bæta samningsstöðu sína ákváðu Danir að senda nefnd til Íslands að semja um fullveldi okkar. Danir vissu sem var að þeir stæðu verr að vígi í samningum um dönsku byggðirnar í Þýskalandi ef þeir neituðu Íslendingum um sama rétt og þeir kröfðust handa löndum sínum á þýskri grundu.

Í sérblaði Morgunblaðsins um fullveldið, gefið út í dag, er ekkert minnst á þjóðríkjareglu Wilson og hvaða áhrif hún hafði á skyndilegan áhuga Dana sumarið 1918 að semja um fullveldi Íslands sem hafði verið vandræðamál í hálfan annan áratug, eða frá því að Íslendingar fengu heimastjórn 1904.

Sagan, líkt og blaðamennska, er alltaf valkvæð að einhverju marki. En þegar tekið er upp á því að strika út veigamikla þætti sem eiga heima í umræðunni er valið farið að nálgast sögufölsun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í gögnum frá þessum tíma, meðal annars dagbókum Kristjáns tíunda, kemur fram sú ástæða af hans hálfu að hann væri orðinn þreyttur á sífelldum kröfum Íslendinga, þar sem eftir að gengið væri að kröfunum, kæmu bara nýjar fram. 

Kominn væri tími til að taka þetta allt til meðferðar á einu bretti. 

En það er rétt ábending hjá þér, Páll, að það er ekki hægt að horfa á málið í heild nema að átta sig á tengslum fullveldismáls Íslands við einn af 14 punktum Wilsons og tengslunum við kröfurnar um að íbúar Slesvíkur-Holsetalands fengu að ákveða sjálfir framtíð sína. 

Ómar Ragnarsson, 1.12.2018 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband