Laumu ESB-sinnar, lestir, skipaskurðir og sæstrengur

Í svari þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Á. Andersen, núverandi dómsmálaráðherra, segir í niðurlagi um undanþágur Íslands frá EES-samningnum:

 Ísland hefur þannig samið um ýmsar aðlaganir og undanþágur, hvort sem er að hluta eða í heild. [...] Þá má bæta við að Ísland þarf hvorki að innleiða gerðir á sviði lestarsamgangna né um skipgengar vatnaleiðir.

Þeir sem vilja að Ísland innleiði þriðja orkupakka ESB í gegnum EES-samninginn segja að hann skipti ekki máli fyrir Íslendinga þar sem enginn sæstrengur sé á milli Íslands og Evrópu. Það liggur fyrir að Ísland fái undanþágur ,,í heild" frá tilskipunum sem eiga ekki við um landið okkar, s.s. vegna járnbrauta og skipaskurða.

Þá vaknar spurningin: hvers vegna er Ísland ekki með heildarundanþágu frá orkustefnu ESB?

Svarið liggur í augum uppi. Í stjórnkerfinu eru menn sem ætla sér að læða raforkumálum Íslendinga undir yfirráð ESB. Þriðji orkupakkinn er Trójuhestur laumu ESB-sinna í stjórnkerfinu.

Núna segist utanríkisráðherra ætla að fá ,,fær­ustu sér­fræðinga" til að ,,meta málefnalegar" athugasemdir. Guðlaugur Þór er í sporum þjófs sem staðinn er að verki og biður um ,,málefnalegt mat færustu sérfræðinga" hvort hann sé að taka eitthvað ófrjálsri hendi. Til dæmis fullveldi þjóðarinnar í orkumálum. 

 


mbl.is Fresta orkupakkanum til vors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fín grein, Páll, eins og þín var von og vísa.

Já, mjög góð greining mála hér!

Jón Valur Jensson, 16.11.2018 kl. 07:25

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, og nú eiga jafnvel þeir sem hafa haft efasemdir um málið að fá að tjá sig. Ég myndi segja að það væri spor í rétta átt, því hingað til hefur aðeins verið leitað til ESB-viðhengja.

GÞÞ er farinn að finna fyrir þrýsting.

Ragnhildur Kolka, 16.11.2018 kl. 10:08

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fresta til vors????? á þá að afgreiða það í flýti svona rétt fyrir sumarfrí???????

Eina vitið er að hætta algerlega við þennan pakka. Það sjá það allir, sem ekki eru með lepp fyrir heila augað, að þessi svokallaði orkupakki er ekkert annað en Tróju-hestur í þeim tilgangi að ráðskast með orkuna okkar og orkuverðið sem við þurfum að borga. ESB mun ekki sætta sig við að við borgum lægra verð en gengur og gerist á meginlandinu.

Minnumst þess þegar Valgerður Sverrisdóttir var ráðherra og hún lét skipta upp orku framleiðslu og orkudreifingu, vegna afskipta ESB. Valgerður sagði ítrekað, þegar bent var á að það þýddi aukinn kostnað fyrir neitendur, að neitendur myndu ekki finna fyrir breytingunni í formi aukinna gjalda. Við fundum fljótt fyrir auknum kostnaði og enn frekar eftir að einkaaðilar voru komnir í spilið, orðnir eigendur af dreifikerfinu, með kröfur um aukna arðsemi þeim til handa.

Menn og konur sem ekki verja hagsmuni þjóðarinnar eiga ekki að koma nálægt stjórnmálum.

Og eitt enn, það þarf að rannsaka hverjir hafa þegið mútur úr hendi ESB!!!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.11.2018 kl. 10:36

4 Smámynd: Júlíus Valsson

True words of wisdom!

Júlíus Valsson, 16.11.2018 kl. 10:46

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gott mál hjá þér Páll Vilhjálmsson  og tek líka undir með Tómasi Ibsen  að hætta algerlega við þennan Trójuhest magafullan af Jóhönum, Steingrímum og öðrum Íslands falsspámönnum með sína eiturpakka.  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 16.11.2018 kl. 11:25

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sammála öllum hér að ofan.

Allir búnir að gleyma frú Valgerði..??!!!

Allir búnir að gleyma Þorgerði Katrínu..??!!

Þökk sé þeim fyrir hærri reikninga og meiri

kostnað hjá þeim sem minnst hafa launin.

Verði þeirra minnst sem skömm í pólitík.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.11.2018 kl. 01:04

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Ef aðdáendur 3. orkupakka ESB fá sínu framgengt, sem er að afsala sér fullveldi þjóðarinnar í orkumálum til ESB, þá mun Landsvirkjun verða skipt upp og breytist við það í hinn argasta Medúsahaus með óteljandi orkuorma út úr hárinu og ofan í hverja þá lækjarsprænu landsins, sem möguleiki er á að virkja, því virkjað verður grimmt. Hin nýja Medúsa mun blása á sér hárið með roki frá óteljandi vindmyllum frá vindmylluverum um allt land. 

Júlíus Valsson, 17.11.2018 kl. 16:46

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Ef aðdáendur 3. orkupakka ESB í núverandi ríkisstjórn fá sínu framgengt, sem er að afsala sér fullveldi þjóðarinnar í orkumálum til ESB, þá mun Landsvirkjun verða skipt upp og breytist við það í hinn argasta Medúsahaus með óteljandi orkuorma út úr hárinu og ofan í hverja þá lækjarsprænu landsins, sem möguleiki er á að virkja, því virkjað verður grimmt. Hin nýja Medúsa mun blása á sér ormahárið með roki frá óteljandi vindmyllum frá vindmylluverum um allt land.

Júlíus Valsson, 17.11.2018 kl. 16:48

9 Smámynd: Merry

Eitt er víst - ef þú hefur samskipti við ESB munt þú vera í vandræðum ef þú reynir að hætta. Það mun vera tækifæri fyrir þá til að veiða íslenskan fisk með því að lofa eitthvað til baka - þeir nota alltaf brellur til að fá það sem þeir vilja. Læra af öðrum löndum í samskiptum við þau. Sem Breskur maður get ég ekki beðið eftir Brexit.

Merry, 17.11.2018 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband