Fimmtudagur, 15. nóvember 2018
Byltingin, Samherji og RÚV
Allt kjörtímabil Jóhönnustjórnarinnar 2009-2013 ríkir byltingarástand hér á landi. Fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldissögunnar komst til valda í kjölfar bankahrunsins.
Til að viðhalda byltingarmóðnum og knýja fram róttækar breytingar, nýja stjórnarskrá og ESB-aðild, varð að búa til óvini. Bylting þrífst á óvinum og slúðri um spillingu þeirra og vélráð.
Óvinir byltingarstjórnarinnar voru: lýðveldið - ónýta Ísland, útgerðin - arðrán kvótaeigenda, Sjálfstæðisflokkurinn - valdablokk auðstéttarinnar. Síðast en ekki síst: föllnu bankarnir - auðmennirnir sem steyptu okkur í glötun.
Samherji og forstjóri fyrirtækisins tikka í alla reitina nema einn (lýðveldið).
RÚV var viljugt verkfæri að koma slúðrinu á framfæri og viðhalda óvinaímyndinni. Ekki aðeins í Samherjamálinu. RÚV boðaði til mótmælafunda á Austurvelli og lofaði beinni útsendingu. RÚV var íslenska útgáfan af þeim blóðþyrsta Robespierre í frönsku byltingunni.
En, sem sagt, og til að gera langa sögu stutta, byltingin rann sitt skeið vorið 2013. Byltingarflokkarnir biðu meira afhroð en dæmi eru um í stjórnmálasögu vesturlanda á friðartímum. Samfylking hrapaði úr 30 prósent fylgi í 12,9% og Vinstri grænir úr ríflega 20 prósent í 10,9%.
Og þjóðin var hólpin. RÚV lifir samt enn. Frakkar höfðu þó rænu á að gera Robespierre höfðinu styttri.
Megn pólitísk myglulykt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enginn þorir í RÚV frekar en Robespierre meðan hausinn var á honum
Halldór Jónsson, 15.11.2018 kl. 18:28
Held fólk geri ser enga grein fyrir hvað Rúv hefur ræktað hatur og illindi i Landinu ,alveg skefjalaust ,árum saman ...
rhansen, 15.11.2018 kl. 21:40
Oft fékk Rúv það óþvegið,en ESbésinnar svöruðu jafnharðan að starfsfólk þess mætti ekki svara á samfélagsmiðlum,man ekki reglurnar um það en er viss um að apparatið sjálft fékk oftast ávíturnar.
Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2018 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.