Miðvikudagur, 7. nóvember 2018
Krónan styrkist, verðbólga lækkar
Vaxtahækkun Seðlabankans styrkir krónuna, sem hefur fullhratt aðlagað sig að breyttu efnahagsumhverfi. Herská verkó veikti krónuna enda hóta sósíalistar að lama atvinnulífið.
Verðbólga lét á sér kræla með veikingu krónunnar og vaxtahækkun mun slá á verðbólguna. Hagvöxtur var ívið meiri síðustu misseri en spár gerðu ráð fyrir og er það önnur ástæða fyrir hækkun vaxta.
Heimilin í landinu eiga mest undir því komið að verðbólga nái sér ekki á strik. Gjaldmiðill sem hvorttveggja stuðlar að fullri atvinnu og heldur niðri verðbólgu er þjóðardjásn. Krónan er slíkur gjaldmiðill.
Seðlabankinn hækkar vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Herská verkó veikti krónuna enda hóta sósíalistar að lama atvinnulífið."
Þessi þvæla stenst ekki. Gengið gaf eftir vegna hræðslu og taugaveiklunar fjármagnseigenda útaf stöðu WOW Air. Ekki vegna hófsamra krafna verkalýðsfélaga. Það er búið að reikna út að kröfurnar kosta atvinnurekendur heil 5% í kostnaðarauka. 5%!!
Vaxtahækkun SÍ er ekki vörn gegn verðbólgu enda byggja allar vaxtahækkunarákvarðanir á gömlum hagtölum. Vaxtahækkunin er aðferð SÍ til að vernda viðskiptabankana.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2018 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.