Föstudagur, 26. október 2018
ASí hluti af samfélaginu eða í stríði við það?
ASÍ þarf að gera upp við sig hvort hreyfingin sé hluti af íslensku samfélagi eða vilji bylta því með átökum.
Drífa Snædal fékk stuðning frá Eflingu, eins stærsta félagsins innan ASÍ, til að verða forseti. Eflingu stjórna sósíalistar sem sjá stéttaóvini í hverju horni og fara með gífuryrðum og dólgshætti að þeim sem ekki vilja samfélagsófrið.
ASÍ hefur vitanlega ekki styrk til að umbylta samfélaginu. En fyrirsjáanleg misbeiting verkfallsvopnsins og sjálftaka útvaldra úr sjóðum verkalýðsfélaga kallar á að alþingi endurskoði lög um stéttafélög.
Löngu áður en komið er að þeim tímapunkti er þó líklegast að hófstillta fólkið, sem er meirihluti launþega, yfirgefi ASÍ-félögin í hrönnum. Það ferli er þegar hafið.
Drífa Snædal kjörin forseti ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í staðinn fyri að forusta þessa ASÍ sé alltaf í hlutverki
"karlsins á kassanum með gjallarhornið" að þá þyrfti ASÍ að
sýna í nákvæmum tölum HVAR pening sé að finna í kerfinu
með útreikningum uppi á skjá
og hvaða áhrif það hefur á kerfið til langstíma
að hækka laun um X margar prósentur.
Spurning er hvort að Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður hafi ekki lausnina?
=Að skattleysismörkin verði 500 þúsund?
Jón Þórhallsson, 26.10.2018 kl. 12:14
Stéttabyltingunni lauk aldrei á Íslandi Páll. Henni var bara ekki haldið áfram eftir að kommarnir voru flestir kjörnir á þing. Þá héldu menn að hæg yrðu heimatökin að breyta þjóðfélagsskipuninni en reyndin varð önnur. Sósíalistar þóttu ekki stjórntækir þá frekar en núna og voru einangraðir og úthrópaðir innan þings og þjóðar.
Núna virðist þessi stéttabarátta vera að lifna úr dvala undir forystu örfárra félaga innan verkalýðsins. Köllum það bara helvítis byltingu eins og Sólveig Anna sagði. Því stéttabaráttunni lýkur með því að verkalýðurinn tekur yfir framleiðslutækin eins og Marx kenndi. Launabaráttan er bara hluti af baráttunni. Það er ekki síður hvernig kökunni er skipt sem við munum sjá breytast. Þá er ekki víst að skattsvikarar og fjárglæframenn eigi lengur nein skjól á Íslandi. Hvorki hjá Sjálfstæðisflokki né atvinnurekenda-mafíunni
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.10.2018 kl. 13:17
Hvað kenndi Marx okkur?
Karl Marx var húðlatur sóði sem nennti ekki einu sinni að raka sig eða að fara í bað. En eins og þeir sem hafa enga stjórn á eigin lífi og er fyrirmunað að sinna sínum nánustu, þróa þeir með sér "snilligáfu" sem gerir þeim kleift að vita betur en fólkinu sjálfu hvað því er fyrir bestu. Slík "gáfumenni" þurfa því ekki samþykki þess fyrir "lausninni".
Vinur Marx ráðlagði honum að sækja um vinnu næst þegar hann hann færi í bað! Karlinn var af vel stæðu fólki kominn en lifði á ölmusum. Hann mátti ekki vera að því að sinna eigin börnum sem dóu nokkur úr vannæringu vegna "umhyggju" hans fyrir mannkyninu en sú umhyggja hefur drepið tugi milljóna úr vannæringu. Af honum er komið "góða fólkið" sem vill öllum svo vel, nema þeim sem vilja ekki lúta ofskynjunum þess og reiði og fær það gjarnan óþvegið til baka.
Benedikt Halldórsson, 26.10.2018 kl. 13:40
Þurfa ekki frekar Páll, stjórnmálamenn,
forstjórar og embættismenn að fara að huga af því
hvort þeir séu hluti af samfélaginu...??
Búnir að skammta sér slík laun að öllum býður við.
Við borðum ekki bara kökur þegar við höfum ekki efni á brauði.
Þetta lið, með mörgum viðvörunum, hagar sér þannig að er nema
von að upp úr sjóði.
Þetta var fyrifram séð í hvað stefndi. En það var ákveðið
að láta bátinn reka stjórnlausan, frekar en að bregðast við.
Þetta á við alla stjórnmála/embættiselítuna eins og leggur sig.
Svei þeim öllum.
Sigurður Kristján Hjaltested, 26.10.2018 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.