Múslímaríkið og kommúnismi gærdagsins

Sádí-Arabía er múslímaríki kennt við eina fjölskyldu, Sáda. Fyrir utan olíu eru þekktustu útflutningsvörur Sádí-Arabiu Osama Bin Laden, fjöldamorðingjarnir sem kenndir eru við 11. september 2001 og Ríki íslams.

En vegna olíunnar, sem hélt efnahagskerfi vesturlanda í gangi áratugina eftir seinna stríð, er Sádí-Arabía helsti bandamaðurinn í arabalöndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Múslímaríkið er á andlegu og trúarlegu miðaldastigi. Konur eru aðeins skör hærri en húsdýr og grimmilegar refsingar eru viðhafðar opinberlega - líkt og tíðkaðist í Evrópu á miðöldum og í trúarstríðum þar á eftir þegar kveikt var í fólki á götum og torgum.

Í stað þess að vesturlönd þvoi hendur sínar af miðaldafyrirbærinu er mulið undir hatursríkið á alþjóðlegum vettvangi. Sádar eru t.d. í forystu mannréttinda á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Það er ígildi þess að láta barnaníðing sjá um dagheimili.

Nú eru vesturlönd í nokkrum vanda. Æðstu yfirvöld í Riyadh létu myrða og búta í sundur mann sem þeim var ekki að skapi, Jamal Khashoggi, og var sá þó enginn fermingardrengur. Upp komst um strákinn Tuma og vesturlönd rötuðu í siðferðisklemmu.

Er þá ekki sniðugt að drífa sig að skapa óvin annan verri en miðaldafyrirbærið? Jú, kommúnismi gærdagsins hlýtur að vera svakalega hættulegur. Í öllu falli má reyna að selja óttann auðtrúa fólki og fjölmiðlum.

Vestræna elítan vill telja okkur trú um að brýnast sé efna til ófriðar við Rússa. Þeir voru jú einu sinni kommúnistar og eiga enn kjarnorkuvopn. Kjarnorkuvopnasamkomulag sem var gert meðan enn voru Sovétríki er allt í einu orðið mál málanna í samskiptum austurs og vesturs. 

Uppsögn samkomulags um kjarnorkuvopn frá 1987 er efnislega merkingarlaus. En uppsögnin yrði táknræn yfirlýsing um að vesturlönd, sem einu sinni voru kennd við kristni, vilja gera Rússland að höfuðóvini til að halda lífi í múslímaríki sem hatast við allt vestrænt.

Ef það væri til önnur pláneta að búa á myndi maður tékka út af jörðinni.

 


mbl.is Bretar kaupa ekki skýringar Sádi-Araba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Upp úr sápuvatni sannleikans þvær lygin sína ull". Svo er nú það. Skáldið að pæla. Í himnaríki eru nægar vistarverur þar eru að öllum líkindum plánetur. Vestræn ríki vinna að því að útrýma kristni hér á jörð,meðan þeir heittrúuðu kristnu þrá að tryggja sér farseðilinn til plánetunnar í paradís. Þar duga ekki full koffort af seðlum!

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2018 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband