Verkó lifir á vinnu annarra

Forysta verkalýðshreyfingarinnar býr ekki til nein verðmæti, ekki einu sinni félagsauð. Þátttaka í stjórnarkjörum er innan við tíu prósent.

Forysta verkalýðshreyfingarinnar lifir á launum sem aðrir vinna fyrir, launþegar í sveita síns andlits, og enn aðrir borga - atvinnurekendur.

Launþegar eru skyldaðir til að borga undir forystuna sem gengur um efnahagskerfið eins og fíll í postulínsbúð og hótar almenningi öllu illu.

,,Kostnaðarmatið" á forystu verkó er býsna hátt, þegar allt er reiknað. 


mbl.is „Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    • Starfsemi verkalýðsfélaganna er auðvitað hluti af starfi launafólks. Það er auðvitað launafólk sem greiðir öll laun fólks sem starfar í hreyfingunni. 

      • En það sem er sérkennileg kæri vinur, er að launafólk greiðir einnig félagsgjöld fyrirtækjanna til samtaka atvinnufyrirtækjanna (SA). Það eru launatengd gjöld eins og t.d. tryggingagjöldin og greiðslur í lífeyrissjóðina. En sá er munurinn að þær greiðslur eru umsamin laun. Greiðslur greiddar út rekstri. 

        • En félagsgjöld fyrirtækjanna til samtaka þeirra eru ekki umsamin laun þótt þau séu tekin út úr rekstri fyrirtækjanna. Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt. Hið eðlilega er að eigendur fyrirtækjanna séu sjálfir félagar að þessum samtökum og greiði þessi félagsgjöld úr eiginn vasa. 


        Rétt eins og launafólk gerir.

        Kristbjörn Árnason, 20.10.2018 kl. 17:37

        2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

        20.grein (2.málsgrein) Mannréttindayfirlýsingar SÞ segir svo: "Engan má skylda til að vera í félagi". 
        23.grein (4.málsgrein): "Allir hafa rétt til að stofna stéttarfélag og ganga í þau til verndar hagsmunum sínum."
        Ef marka má skort á áhuga launþega á stéttarfélagsmálum almennt er nærtækt að álykta að 80% af vinnuaflinu hafi ekki verið upplýst um þennan rétt sinn hvað varðar aðild að stéttarfélögunum.

        Kolbrún Hilmars, 20.10.2018 kl. 18:10

        3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

        Marxistar eru góðleg vélmenni. Lífið er 0 og 1. Góðir versus vondir, fátækir gegn ríkum, alræði öreiganna gegn vondum kapítalistum, eins gróði er ávallt annars tap. Það er ekkert 0,7 eða 0,8. Í samningum er aldrei jafntefli, engin málamiðlun, aðeins sigurvegarar og fórnarlömb. Þegar reynt er að tala við marxista les sjálfvirk lestrarvél af handahófi upp úr ýmsum kommúnistaávörpum. Það er ekki öfundsvert hllutverk að semja við marxista og meðvirka áhangendur þeirra.

        Benedikt Halldórsson, 20.10.2018 kl. 21:07

        4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

        Þetta er að vissu leiti rétt Kolbrún, en það er heldur ekki hægt að skylda hvern sem er að starfa með hverjum sem er.

        Það er heldur ekki leyfilegt að láta launafólk til að greiða félagsgjöld fyrirtækja í hagsmunafélög þeirra eins og gert er á Íslandi.

        Kristbjörn Árnason, 20.10.2018 kl. 21:32

        5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

        Kristbjörn, nú skil ég ekki hvað þú átt við, þe að launafólk greiði þau félagsgjöld fyrirtækjanna sem þú nefnir.  Hef sjálf annast bókhald (og launavinnslur) hinna ýmsu félaga og fyrirtækja í áratugi og  engin merki séð þess þar.  Öll hafa þau lagt mikla áherslu á að hafa launaþáttinn í lagi, svo og skilum á launatengdum gjöldum vegna starfsfólks.

        Kolbrún Hilmars, 21.10.2018 kl. 11:53

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband