Samfélagsmiðlar 5. valdið

Fjölmiðlar eru stundum sagðir fjórða valdið með vísun í þrískiptingu ríkisvaldsins. Til skamms tíma réðu fjölmiðlar dagskrá opinberrar umræðu og áhrifavaldar sem slíkir. Samfélagsmiðlar eru í þessu samhengi 5. valdið.

Samfélagsmiðlar eru í einn stað lýðræðisauki, hver sem er getur tekið þátt í skoðanaskiptum, en í annan stað vettvangur múgsefjunar þar sem ein fjöður verður að fimm hænum eins á fáeinum augnablikum.

Samspil fjórða og fimmta valdsins, fjölmiðla og samfélagsmiðla, getur leitt til fáránleika sem að óreyndu mætti ætla að heyrði til lygasögu. Mál Kristins Sigurjónssonar fráfarandi lektors við Háskólann í Reykjavík er eitt dæmi.

Kristinn setti fram karlrembuskoðun á lokaðri spjallrás samfélagsmiðils. Fjölmiðill, DV, komst í texta Kristins og birti Augnabliki síðar var lektorinn atvinnulaus. Háskólinn í Reykjavík taldi ekki óhætt að Kristinn yrði kennari skólans stundinni lengur vegna fyrirsjáanlegra hamfara á samfélagsmiðlum.

DV fylgir málinu eftir með umfjöllun um fögnuð femínista yfir atvinnumissi Kristins. DV lætur femínista njóta nafnleyndar enda fyrirfram búið að ákveða skúrkinn og þá má múgurinn svívirða líkið - og fær nafnleynd í kaupbæti.

Samspil 4. og 5. valdsins er ekki beinlínis menningarauki.


mbl.is Leitar lögfræðings og vill lítið segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þarna sést best hvernig stóra akademían er sem lagst hefur flöt að baki galdrabrennuliðsafla loftslagsmála. Þetta er sami kukl-potturinn í nafni vísinda. 

Var plastpoki í íbúð karl-mannsins?

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2018 kl. 08:53

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Af hverju ættu skattgreiðendur að vera að halda svona galdra-kuklstofnunum uppi?

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2018 kl. 09:05

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tilvitnanirnar réttlættu raunar orð lektorsins. Ein skellihló meira að segja inni í sér og önnur kallaði þetta hatursorðræðu. Ég vona að hann fari í mál með þetta. Fyrst Snorri í Betel vann sitt mál um að mega hafa frjálsa skoðun og tjá hana, þá hlýtur þessi að vinna sitt án orðlenginga og kosta háskólan einhverja tugi milljóna.

Ef eitthvað hefur vakið upp hatursorðræðu að ég hef heyrt, þá eru það þessi súrrealísku viðbrögð við engu og þórðargleði feminfasistanna.

Ég hélt annars að DV væri farið á hausinn fyrir löngu og það mörgum sinnum. Hver heldur þessum skeiniblaði á floti?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2018 kl. 09:37

4 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Hver heldur DV úti? Veit það einhver? Dagblað sem stendur fyrir atvinnubanni gegn þeim sem því eru ekki þóknanlegir er sérstakt fyrirbæri. Það virðist styðja tjáningarfrelsið af öllu afli; en aðeins svo fremi að ekki sé um rangar skoðanir að ræða.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 10.10.2018 kl. 10:44

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mál Kristins og Snorra í Betel eru ekki algerlega sambærileg þótt hvorutveggja yllu móðursýkislegum viðbrögðum við tittlingaskít. Það sem sagt er á kaffistofunni í HR eða í lokuðum hópi á netinu eða á AA fundum á ekkert erindi við almenning og að slík orð rati í fjölmiðla er alvarlegur trúnaðarbrestur sem ætti að vera hægt að refsa fyrir. Hins vegar var Snorri í Betel sjálfur að miðla sínum skoðunum til almennings og því ekki óeðlilegt að hann væri dreginn til ábyrgðar af sínum vinnuveitendum.

Hins vegar er dálítil kaldhæðni fólgin í því að yfirmenn Kristins í HR skulu einmitt vera holdgervi þess sem hann var að kvarta undan við karlrembu vini sína og ræfilinn Jakob Bjarnar sem alltaf er á hleri fyrir DV og sér um smellu fyrirsagnirnar.  Því mér er stórlega til efs að karlkyns yfirmaður myndi beita brottrekstri þó einhver feministi kvartaði undan karlrembu vinnufélaga. Karlamenningin er einfaldlega öðruvísi en kvennamenningin og á meðan fólk kemur fram af kurteisi þá á hver að vera frjáls skoðana sinna. Jafnvel Hannes Hólmsteinn!cool

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2018 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband