Karlaspjall og helgispjöll

Karl viðhefur taktlaus ummæli um konur á lokaðri rás sem heitir Karlmennskuspjallið. Í lóðbeinu framhaldi missir karlinn vinnuna.

Sjálfsagt er að vanda um fyrir fólki sem lætur groddaraleg ummæli falla. Viðurlögin verða að hæfa tilefninu.

Að karl missi vinnuna vegna þess að honum finnst valdefling kvenna ganga of langt er vel í lagt. Það á að heita tjáningarfrelsi í landinu. Í siðuðu samfélagi eru hugmyndir og sjónarmið rædd en ekki bæld. 


mbl.is Kristinn biður konur afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú verða menn að ákveða hvort mál og tjáningafrelsi er enn í landinu og hvort stjórnarskrráin er marktæk hvað þetta varðar. 

þetta er komið svolítið á galdrabrennustigið og guðlast gegn pólitískum réttrúnaði tilefni til að jafna mannorð og framtíð manna við jörðu vegna orða sem til og með eru látin falla í lokuðum hóp.

Ég myndi stefna og heimta himinháar bætur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2018 kl. 09:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Honum er gefinn kostur á að segja upp eða verða rekinn. Í hans sporum myndi ég kjosa brottrekstur með formlega rökstuddu uppsagnarbréfi og fara svo beinustu leið fyrir dómstóla með þann pappír.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2018 kl. 10:24

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er ég 100% sammála Jóni Steinari.....

Jóhann Elíasson, 9.10.2018 kl. 11:14

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jæja, þá er HR kominn á leikskóla planið. Var Kristinn ekki örugglega látinn þvo á sér munninn með sápu?

Ragnhildur Kolka, 9.10.2018 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband