Fimmtudagur, 4. október 2018
Há laun valda veikindum
Launin í landinu eru orðin svo há að það borgar sig að vera veikur. Verkalýðsfélög eiga svo digra sjúkrasjóði að æ fleiri launþegar kjósa að vera heima á sjúkradagpeningum. Velferðin er orðin svo mikil að fólk nennir ekki að vinna.
Tvær lykilefnisgreinar í viðtengdri frétt, önnur frá Eflingu og hin frá VR, útskýra samhengið:
Hjá Eflingu hækkuðu dagpeningagreiðslur til félagsmanna á almennum vinnumarkaði um 39% milli ára. Hækkunin skýrist að hluta til af því að laun hafa hækkað og félögum hefur fjölgað. Þó er ljóst að veikum hefur fjölgað, þeir voru lengur veikir og fengu hærri upphæðir,
Frá VR kemur þetta:
Við viljum vita af hverju fólkið okkar er að gefast upp. Hvað er það í okkar samfélagi sem veldur því að við erum að missa fólk í þetta miklum mæli í veikindi, í streitutengda sjúkdóma, og út af vinnumarkaði?
Verkalýðshreyfingin er orðin atvinnurekandi sjúklinga. Í kjarasamningum síðustu ára tryggja verkalýðsrekendur stöðu sína með því að krefja atvinnurekendur - og launþega - um framlag í sjúkrasjóði. Þeir sjóðir greiða laun án þess að nokkur vinna komi á móti. Þá fjölgar þeim sem sitja heima, föndra eða leika sér í tölvuleikjum, og eru á harla góðum launum sjúkrasjóða.
Stressandi líf, ekki satt?
Greiðslur hafa hækkað um 43% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.