Há laun valda veikindum

Launin í landinu eru orðin svo há að það borgar sig að vera veikur. Verkalýðsfélög eiga svo digra sjúkrasjóði að æ fleiri launþegar kjósa að vera heima á sjúkradagpeningum. Velferðin er orðin svo mikil að fólk nennir ekki að vinna.

Tvær lykilefnisgreinar í viðtengdri frétt, önnur frá Eflingu og hin frá VR, útskýra samhengið:

Hjá Efl­ingu hækkuðu dag­pen­inga­greiðslur til fé­lags­manna á al­menn­um vinnu­markaði um 39% milli ára. Hækk­un­in skýrist að hluta til af því að laun hafa hækkað og fé­lög­um hef­ur fjölgað. „Þó er ljóst að veik­um hef­ur fjölgað, þeir voru leng­ur veik­ir og fengu hærri upp­hæðir,“

Frá VR kemur þetta:

„Við vilj­um vita af hverju fólkið okk­ar er að gef­ast upp. Hvað er það í okk­ar sam­fé­lagi sem veld­ur því að við erum að missa fólk í þetta mikl­um mæli í veik­indi, í streitu­tengda sjúk­dóma, og út af vinnu­markaði?“

Verkalýðshreyfingin er orðin atvinnurekandi sjúklinga. Í kjarasamningum síðustu ára tryggja verkalýðsrekendur stöðu sína með því að krefja atvinnurekendur - og launþega - um framlag í sjúkrasjóði. Þeir sjóðir greiða laun án þess að nokkur vinna komi á móti. Þá fjölgar þeim sem sitja heima, föndra eða leika sér í tölvuleikjum, og eru á harla góðum launum sjúkrasjóða.

Stressandi líf, ekki satt?


mbl.is Greiðslur hafa hækkað um 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband