Sunnudagur, 30. september 2018
Lífskjör önnur í góðæri en hallæri
Það segir sig sjálft að lífskjör í góðæri eru betri en í hallæri, að öðru jöfnu. Góðæri er í landinu síðustu ár en nú eru blikur á loft. Ótímabært er að slá nokkru föstu um að fyrirséður samdráttur leiði til hallæris.
En það sjá allir að góðærissamningar verða ekki gerðir þegar samdráttur blasir við. Ragnar Þór formaður VR, sem hingað til er hvað róttækastur í kröfugerð, virðist átta sig á stöðu mála.
Okkar kröfugerð snýr að styttingu vinnuvikunnar, þjóðarátaki í húsnæðismálum, ráðast gegn vöxtum á verðtryggingunni og ýmsu sem snýr að lífskjörum almennt, sagði Ragnar.
Aðeins einn þáttur af þrem, sem Ragnar Þór nefnir, snýr að atvinnurekendum. Húsnæðismál, sem málaflokkur, heyrir undir sveitarfélög og ríki, og verðtrygging er alfarið á valdi þings og ríkisstjórnar.
Breið sátt um væntanlega aðalkjarasamninga á almennum vinnumarkaði er allra hagur.
Komandi kjaraviðræður snúast um lífskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jafnvel þú Páll ættir nú að vera búinn að átta þig á hinni raunverulegu ástæðu fyrir þeirri hörku sem verkalýðurinn er nú tilbúinn að beita. Jafnvel þó það kosti tímabundnar fórnir. Launabilið og misskiptinguna má nefnilega leiðrétta frá báðum endum. Bæði með miklum launahækkunum þeirra tekjulágu en ekki síður launalækkunum forrétindaskrílsins.Hvort heldur þú að sé betra ?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.9.2018 kl. 17:34
Ég man ekki, Jóhannes, eftir því að verkalýðshreyfingin hafi sett fram kröfur/viðmið um hver ætti að vera margfeldisstuðull milli hæstu og lægstu launa.
Hvers vegna ætli það hafi ekki verið gert?
Páll Vilhjálmsson, 30.9.2018 kl. 17:51
Það sem miður hefur farið í verkalýðsbaráttu undanfarna áratugi skrifast alfarið á lélega miðlæga forystu ASÍ. Í mínu fagi hefur launamunur alltaf verið hóflegur eða mest fjórfaldur. Jafnaðarlega þó nær því að vera tvöfaldur. Þarna er ég að tala um skiptakjör við sjómannsstörf. Þetta heilbrigða viðmið myndi þýða að almennt ætti að lækka laun toppanna niður í 1 milljón til 1200 þúsund. Ríkið ætti ekki að bjóða uppá hærri laun. Og lífeyrissjóðir ættu ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda yfirboð. Þannig væri hægt að koma á jafnvægi í launakostnaði til framtíðar. Því það er ekki bara beinn launakostnaður sem hefur vaxið óeðlilega heldur þarf líka að taka með í reikninginn framtíðarkostnaðinn vegna útbólginna lífeyrisskuldbindinga.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.9.2018 kl. 18:48
Margt til í þessu, Jóhannes. Sjálfum finnst mér að ekki ætti að vera meiri launamunur en svo að hæstu laun ættu ekki að vera meiri en nemur 4-6 földum meðallaunum. Ég held raunar að þorri launa sé innan þessara marka.
Páll Vilhjálmsson, 30.9.2018 kl. 19:12
Hefur einhver tekið saman hve iðgjöld margra félagsmanna í VR og mótframlag atvinnurekanda þeirra þarf til að greiða t.a.m. laun forstjóra Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í mánuði hverjum, auk tilheyrandi eftirlauna sem þessu brjálæði fylgir? Mjög góður punktur hjá Jóhannesi, þar sem hann bendir á eftirmála svona svívirðu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnnan.
Halldór Egill Guðnason, 1.10.2018 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.