Brexit og Dunkirk

Breski utanríkisráðherrann Jeremy Hunt segir að vondur Brexit samningur veki upp Dunkirk-ástand með Bretum. Dunkirk er hápunktur breskrar þjóðernishyggju á síðustu öld, þegar Hitlers-Þýskaland lagði undir sig alla Vestur-Evrópu og Noreg og Danmörku í kaupbæti.

Dunkirk er frásögnin um lýðræði, mannúð og frelsi Breta annars vegar og hins vegar skepnuskap Meginlands-Evrópu.

Að Dunkirk skuli yfir höfð koma til umræðu vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, sýnir betur en flest annað að tilvera þjóðríkisins er í húfi þegar Brussel-valdið hefur einu sinni læst klónum sínum í það.

Hér á Fróni er enn til fólk sem segir fullum fetum að vel sé hægt að ganga í Evrópusambandið, prófa vistina þar, og ganga út ef maður kann ekki við sig. Og þetta fólk ætlast til að mark sé á því tekið í umræðunni.


mbl.is May og Johnson takast á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband