WOW ríkisflugfélag

Isavia rekur Keflavíkurflugvöll í umboði og eigu ríkisins. Fréttir herma að flugfélagið WOW sé niðurgreitt af Isavia með því að ekki eru innheimt lendingargjöld af félaginu.

Hér er ekki um neinar smápeninga að ræða. Tveir milljarðar króna er helmingurinn af þeim peningum sem eigendur WOW reyna að safna til að halda félaginu á floti, eða á flugi, öllu heldur.

Ef rétt reynist er WOW orðið ríkisflugfélag að öllu leyti nema nafninu til. Isavia hlýtur að gera grein fyrir ríkisframlaginu til WOW og bjóða öðrum flugfélögum sömu niðurgreiðslu. 


mbl.is Hegðun Isavia „illskiljanleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er hægt að tala um WOW sem flugfélag? Þeir eiga ekki eina einustu flugvél og því undarlegt að kalla þetta flugfélag. Að Isavia skuli láta það viðgangast að félagið sleppi við að greiða lendingargjöld er síðan kapitli út af fyrir sig. Hvaða annarlegu hvatir liggja þar að baki er með öllu óskiljanlegt. WOW air er gjaldþrota ferðaskrifstofa og því fyrr sem þessi hringavitleysa er stöðvuð, því betra. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 18:01

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Isavia vill nú ekki kannast við þetta samkvæmt nýjustu fréttum. En jafnvel þótt rétt væri þá væri það í sjálfu sér skiljanlegt að Isavia vildi síður stöðva rekstur félagsins, tapa því sem það skuldaði þegar og glata framtíðarviðskiptum, en að doka við með innheimtuaðgerðir.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2018 kl. 22:46

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er þá svarið að gerast hluthafi í óreiðupésanum?

Halldór Egill Guðnason, 16.9.2018 kl. 00:50

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef nauðsyn er á því að vélar WOW fljúgi er þá ekki athugandi að spyrja Icelandair hvort þeir geti séð til þess með einhverjum ráðum? Er eitthvað skilyrði að Mogensen sé þar með í ráðum?

Halldór Jónsson, 16.9.2018 kl. 09:34

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Tekjur Isavia námu 38 milljörðum króna á árinu 2017. Stenst það að wow sé með svona hátt hlutfall tekna Ísavía

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.9.2018 kl. 10:51

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það getur auðvitað vel verið að tekjur af Wow séu stórt hlutfall heildartekna Isavia. Og það er vitanlega slæmt ef þær skila sér ekki á réttum tíma. Þegar ákvarðanir Isavia eru metnar verður hins vegar að líta til þess líka að væntanlegar er megnið af rekstrarkostnaðinum fastur kostnaður sem hverfur ekki þótt færri flugvélar séu þjónustaðar. Þetta verða stjórnendur að taka með í reikninginn þegar þeir ákveða hvort halda eigi áfram að þjónusta félag sem stendur ekki skil á gjöldunum á réttum tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.9.2018 kl. 11:42

7 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Æi, Páll. Þessar pillur frá forstjóra Icelandair koma nú úr hörðustu átt.

Hvenær hefur Icelandair selt öll flugsæti yfir kostnaðarverði? Svarið við því er aldrei. Það er í eðli áætlunarflugstarsemi í samkeppni og með árstíðasveiflu að reglulega er sú staða uppi að sætaframboðið allt er selt undir kostnaðarverði. Þessi nýji forstjóri er bara alger nýgræðingur ef hann hefur ekki séð þetta í afkomutölum Icelandair. Sérkennilegt í meira lagi.

Hvenær hefur Icelandair þurft á velvild íslenska ríkisins að halda? Svarið við því er oft og mörgum sinnum.

Hvenær hefur íslenska ríkið snúið baki Icelandair? Svarið við því er aldrei.

Hvenær hefur Wowair notið sérstaks stuðnings frá lífeyrissjóðum? Aldrei.

Hvenær hefur Wowair notið sérstaks stuðnings frá íslenska ríkinu? Aldrei, nema mögulega í greiðsludrætti á lendingargjöldum í þetta sinn.

Nýburinn í forstjórastóli Icelandair virðist bara alveg "klúless" um flugrekstur, þar með talið sögu og rekstur Icelandair.

Og að síðustu: Hvar færðu það Páll að ríkið innheimti ekki lendingargjöld af Wowair? Ég reikna fastlega með að lendingargjöld séu einmitt innheimt af Wowair þó eitthvað kunni að vera útistandi.

En svo óska ég báðum þessum flugfélögum Icelanair og Wowair alls hins besta.

Björn Ragnar Björnsson, 17.9.2018 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband