Miðvikudagur, 12. september 2018
Þorgerður Katrín vill ekki völd, sei, sei, nei
Formaður Viðreisnar segir um ríkisstjórnina að hún sé um ,,standa saman um kyrrstöðu og völd." Kyrrstaðan er ekki meiri en svo að allt er á fleygiferð í efnahagslífinu og hefur verið um árabil. Ekkert atvinnuleysi - þvert á mót stórfelldur innflutningur á vinnuafli - hagvöxtur og velsæld í öllu þjóðlífinu.
Þegar Þorgerður Katrín var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra sóttist hún ábyggilega ekki eftir völdum. Ekki heldur er hún leysti af hólmi Benedikt Jóhannesson í formennsku Viðreisnar.
Völd eru ekki til í orðabók Þorgerðar Katrínar nema sem skammaryrði. Til hvers ætli hún sé í stjórnmálum?
Vonar að skynsamir stöðvi Trumpara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.