Ísland eignast óvini - þar sem áður voru vinir

Samskipti Íslands og Rússlands, áður Sovétríkjanna, hafa ávallt verið vinsamleg. Rússar studdu okkur í landhelgisstríðinu. Bretar lokuðu á okkur en Rússar keyptu fiskinn.

Á tímum kommúnisma og köldu stríði gátum við samt ekki leyft okkur of nána vináttu. Sovétríkin stóðu fyrir útþenslu framandi hugmyndafræði, beittu nágrannaþjóðir yfirgangi, samanber Ungverjaland og Tékkóslóvakíu, sem fengu að kenna á herjum Varsjárbandalags kommúnistaríkja.

Ísland var í Nató, með herverndarsamning við Bandaríkin, og taldi sig til lýðræðisþjóða Vestur-Evrópu.

En svo féll Berlínarmúrinn, kommúnisminn gufaði upp og Sovétríkin sömuleiðis. Allt á tveggja ára tímabili, 1989 til 1991.

Allar forsendur voru fyrir auknum samskiptum okkar við Rússland sem reyndi að hökta og skrölta í átt að lýðræði, líkt og öll Austur-Evrópa. En þá brá nýrra við. Bandaríkin og Evrópusambandið ákváðu að Rússland yrði áfram óvinur númer eitt í heiminum. Varsjárbandalag kommúnistaríkja var aflagt en Nató stækkað í austur, gagngert til að sauma að Rússum sem voru í sárum. 

Við sameiningu Þýskalands fengu Rússar loforð fyrir því Nató yrði ekki stækkað í austur. Það loforð var svikið blákalt.

Ágangur Bandaríkjanna/ESB við vesturlandamæri Rússlands leiddi til Úkraínudeilunnar 2014. Við það urðu Íslendingar í gegnum Nató-aðild og EES-samninginn óvinir Rússa.

Óvinátta okkar og Rússa er siðlaus, ræðst eingöngu af stórveldapólitík, þar sem svokallaðir vinir okkar hafa á röngu að standa. Að einhverju marki þurfum við að fylgja bandalagsríkjum okkar. En við eigum að láta í ljós vanþóknun okkar á siðlausu framferði. Jafnframt eigum við að losa okkur við bandalög sem þjóna ekki hagsmunum okkar. Til dæmis EES-samninginn.


mbl.is Ísland styður á þriðja tug þvingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Satt er það.

Viðskiptabannið sem Gunnar Bragi kom á var ekkert annað en aumkvunarverð þjónkun við vitleysingana í Brussel og Berlín.

Aztec, 8.9.2018 kl. 09:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með ykkur, Páll og Aztec!

Jón Valur Jensson, 8.9.2018 kl. 10:27

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að minna fólk á að það voru rússar sem settu á okkur viðskiptabann. Af því að við studdum önnur Evrópuríki í að bregðast við því að rússar innlimuðu hluta af Úkraínu. Við settum ekkert viðskiptabann á gagnvart Rússlandi og seldum þeim fisk í marga mánuði eftir að önnur ríki höfðu bannað stölu á vörum tengdum hertnaði og fjármagnsflutningum. En af því að við mótmæltum ekki þessum viðskiptaþvingunum Evrópulanda þá settu Rússar bann á vörur frá okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.9.2018 kl. 13:55

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Viðskipti Rússa og Þjóðverja jukust um 25% 2 ár í röð og sagði Þýzkur þingmaður um daginn að Þjóðverjar gerðu viðskipti við þá sem þeim sýndist..

Guðmundur Böðvarsson, 9.9.2018 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband