Sósíalistar gegn menntun - listi yfir óvini launþega

Sósíalistaflokkurinn telur vinstriflokkana, Samfylkingu og Vinstri græna, óvini launafólks og stéttabaráttunnar.

Málgagn Sósíalistaflokksins, Miðjan, sem bróðir Gunnars Smára formanns flokksins, ritstýrir birtir lista yfir menntun þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna.

Hvorki ritstjórinn, Sigurjón, né formaðurinn státa af lengra námi en nemur grunnskóla. Þeir fundu einn þingmann með með enga aðra menntun grunnskólapróf í samanlögðum þingmannahópi Samfylkingar og Vinstri grænna. Grunnskólaprófið er feitletrað á listanum, til að undirstrika velþóknun á þeim staka þingmanni.

Boðuð valdataka sósíalista kallar á víðtæka afmenntun; Sigurjón og Gunnar Smári eru þar í góðum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Þessir sósíalistar þykjast alltaf vera að finna upp hjólið.  Rauðu Khmerarnir voru líka duglegir að losa sig við menntamenn.

Steinarr Kr. , 26.8.2018 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband