Erdogan hótar Trump og Nató

Ef Bandaríkin hætta ekki efnahagsstríðinu við Tyrkland er varnarsamstarf landananna í hættu og þar með Nató-samstarfið, skrifar Erdogan forseti Tyrklands í New York Times.

Tyrkneska efnahagskerfið riðar til falls með 16 prósent verðbólgu og bandarískum viðskiptaþvingunum. Tilefni viðskiptastríðsins er handtaka tyrknesku lögreglunnar á bandarískum presti, sem sakaður er um að styðja tyrkneska hryðjuverkahópa.

Í greininni í New York Times rifjar Erdogan upp samstarf Tyrklands við Bandaríkin frá dögum kalda stríðsins. Kalda stríðinu lauk fyrir 30 árum.

Í seinni tíð er Tyrkland í nánara samstarfi við Rússland en bandalagsríki Tyrkja í Nató um mótun stefnu í miðausturlöndum. Hersveitir Kúrda, sem léku lykilhlutverk í baráttunni gegn Ríki íslams í Sýrlandi og Írak nutu stuðnings Bandaríkjanna og Nató. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem hryðjuverkamenn.

Erdogan stefnir Tyrklandi í átt að múslímsku trúarríki með sjálfan sig sem kalífa. Hann ákallar guð til hjálpar gegn efnahagsmætti Bandaríkjanna. Á alþjóðavettvangi er Erdogan Trump þægilegur andstæðingur, næst á eftir Kim Jong-un í Norður-Kóreu.

 


mbl.is Tyrkneska líran hrynur í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Erdogan hefur undanfarið talað illa um hægri anti-muslim hreyfingar í Evropu og að þau á að vera hætt og ef ekki , þá getur venjuleg fólk ekki labbað í fríð um göturnar.... Strax eftír var vandamál með mörg "patriot" hreyfingar í Evrópu - Martin Fellner og GI, Lauren Southern &  Tommy Robinson í Bretlandi, og nu handtekið Amerisku prest mm. mm. 

Erdogan er að haga sér akkurat sem kalifa og Trump er að gera rétt til að stoppa þessa maður og hans draumar.

Merry, 11.8.2018 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband