Kynjabyltingin: eitt kyn í dag en annað á morgun

Við höfum flest vanist því að líta á fólk sem annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Flestir eru síðan gagnkynhneigðir, en sumir sam- eða tvíkynhneigðir. En nú hefur orðið breyting þar á. Fólk er byrjað að skilgreina kynvitund sína á marga vegu; á milli kynja eða flæðandi frá einu kyni til annars, þar sem sumum finnst þeir ekki tilheyra neinu kyni en öðrum finnst þeir af einu kyni í dag og öðru á morgun.

Ofanritað er inngangur Morgunblaðsins að umfjöllun um fólk sem finnur sig hvorki karl- né kvenkyn.

Kyn er hvorki félagsleg né sálfræðileg skilgreining heldur líffræðileg.

Líffræðileg kyn eru aðeins tvö, karlkyn og kvenkyn. Ef við ætlum að varpa þeim sannindum fyrir róða fer í leiðinni öll líffræði frá Darwin að telja á haugana. En þróunarkenning Darwins er hornsteinn í skilningi okkar á þróun lífs á jörðinni.

Ég get verið Páll í dag en Pálína á morgun. En breytist ekki við það úr karli í konu. Það er einfaldlega ekki hægt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ekki virðist forseti íslands

(sá sem að á vera að leiða þjóðina hinn rétta veg)

vera að skerpa á þeim línum

varðandi það hvað sé eðlilegt og hvað ekki.

Hann virðist frekar blása til sóknar með vitleysisganginum

og hafi hann skömm fyrir.

Jón Þórhallsson, 11.8.2018 kl. 12:08

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Má ekki kalla þetta geðklofa í öllum tilfellum og mest þegar þú rokkar á milli kynja því það er heilabúið sem ákveður þetta. 

Valdimar Samúelsson, 11.8.2018 kl. 15:55

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég sé ekki alveg hvers vegna ég á að hegða mér öðruvísi gagnvart persónu sem er eitt í dag en annað á morgun. Reyndar á ég erfitt með að sjá hvað mér kemur, yfir höfuð, kynvitund eða kynhvöt annarra við. Það er að segja svo fremi sem mér er ekki ætlað að taka þátt í einhverjum athöfnum sem eru afleiðing þessa vandræðagangi. 

Í mínum huga ákvarðast kynin af litningasamstæðum fólks. Hegðun og tilfinningar er allt annað og flokkast þannig frekar undir persónuleika eða einstaklingsbundin einkamál.

Í þessu eins og mörgu öðru virði ég einstaklingsfrelsis.

Ragnhildur Kolka, 11.8.2018 kl. 16:06

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ætli ég sé ekki  harðasti andstæðingur samkynhneigðar og tranz-fólks á íslandi samkveæmt þessari bloggfærslu:

=Þannig að ég tel mig vera með hreinann og hvítan  sköld: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/11/

--------------------------------------------------------------------------

Mér sýnist öll ríksisstjórn íslands og 78% af þjóðinni vera með geðklofa: 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/11/frelsisstridum_lykur_aldrei/

Jón Þórhallsson, 11.8.2018 kl. 16:09

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að ég vildi sýna andstöðu við gaypride-ólifnaðinn

hvaða lit mynduð þið ráðleggja mér að nota?

Jón Þórhallsson, 11.8.2018 kl. 16:18

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Myndi nú ekki segja að gaypride tengist ólifnaði.  En ef þú vildir sýna einhverja andstöðu mætti mæla með fánum þeirra trúarbragða sem mest hatast við samkynhneigð.

Kolbrún Hilmars, 11.8.2018 kl. 17:20

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

KRISTIN TRÚ fordæmir t.d. samkynhneigð með skýrum hætti í NÝJA-TESTAMENTINU:

Nægir mér þá ekki að flagga íslenska fánanum sem að er með RAUÐAN KROSS Í MIÐJU? 

Ég skora á alla sem að eru andvígir samkynhneigð að flagga nú fyrir Þorgeiri

Ljósvetnigagoða sem að ákvað að hér skildi vera KRISTIN ÞJÓÐ en ekki heiðingjar.

Jón Þórhallsson, 11.8.2018 kl. 17:28

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er mikið til lygar hjá þessu fólki. Auðvita eru einhverjir samkynhneigðir en þegar fólk er með þvætting að það sé ekki hinsegin í dag en hinsegin á morgun þá er nú mikið að.

Hefir verið ger einhver könnun.

Þetta fólk fær allt sem það bíður um hjá borginni en það eitt fer fyrri brjóstið hjá mér.

Númer tvö er það að 1/3 af þjóðinni börn og allt sleikir þetta upp eins og heilagan sannleika. Ég get ekki sagt að hommar hafi breyttst síðustu 50 árin en þeir oft leita sér að einföldustu bráðinni sem er alls ekki á sömu línu og þeir heldur er hann leiddur út í þetta.  

Valdimar Samúelsson, 11.8.2018 kl. 20:50

9 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er algjörlega sammála því að kynbrenglunin sé oftast í heilabúi einstaklingsins og eigi rætur sínar að rekja til bilaðarar heimsmyndar nútímans, þar sem tæknilegar framfarir eru komnar langt fram úr öllum hefðum og siðum mannskepnunar.

Auðvitað er einfaldlega hægt að taka örlítið sýni úr hverjum ráðviltum vesæling og greina rétta kynið.

Það er skiljanlegt að stúlkur sem ekki falla inn í staðalímynd "barbie" eða séu með öðrum orðum ekki augnayndi pilta, leiti eftir ást og umhyggju á önnur mið og sama má segja um pilta sem ekki eru nægilega hrjúfir og karlmannlegir fyrir staðalímynd hins kynsins.

Það er vandlifað í þjóðfélagi þar sem græðgi og spilling þrífst sem aldrei fyrr, en þegnunum refsað og hegnt fyrir hefðbundnar skoðanir sínar, svo ekki sé minnst á að missa út úr sér forboðin heiti á borð við indjáni, negri, svertingi og svo ekki sé nú minnst á hræðilega bannorðið kynvillingur, sem eins og flestir vita hefur verið þurkað út úr biblíunni.

Það er eiginlega undarlegt hve fáir af góða og hreinlynda fólkinu noti ekki tækifærið og kveði okkur illa innrættu og afturhaldssömu fíflin í kútinn, hér á moggablogginu.

Jónatan Karlsson, 12.8.2018 kl. 08:25

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er í sjálfu sér engin ástæða til að gera athugasemd við það, þótt annað fólk hafi ólíkar, og þess vegna breytilegar kynhneigðir, eða finnist það sjálft mismunandi karlmannlegt eða kvenlegt frá degi til dags.

En það breytir auðvitað engu um að hugtakið kyn er líffræðilegt hugtak og kynin eru tvö. Kynvitund og kynhneigð eru önnur hugtök og það er ósköp einfaldlega mjög mikilvægt að rugla ekki saman hugtökum. Því þegar það gerist hættir fólk að geta talað saman af einhverju viti.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.8.2018 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband