Réttlæti, almannarómur og réttarríkið

,,Mér finnst ég ekki fá réttlæti," er orðið algengt viðkvæði meintra þolenda í dómsmálum þar sem dómstóll sýknar þann ákærða. Í framhaldi tekur við almannarómur (les: samfélagsmiðlar) sem fordæmir þann ákærða og sýknudóminn.

Réttlæti, að ekki sé talað um persónulegt réttlæti, getur ekki gengið framar réttarríkinu sem krefst þess að sönnun á meintum glæp sé hafin yfir allan vafa. Ef ákæruvaldið getur ekki sannað refsiverðan verknað ber að sýkna þann ákærða.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann kemst að kjarna málsins:

Þess­ar regl­ur mega telj­ast ekk­ert minna en grunn­regl­ur hins frjálsa sam­fé­lags, því þær hindra ríkj­andi stjórn­völd í því að beita borg­ara valdi án nægi­legs til­efn­is. Þær vernda líka per­sónu­leg rétt­indi manna að því leyti að þær eiga að hindra að menn séu dæmd­ir til refs­ing­ar fyr­ir af­brot sem þeir ekki hafa framið. Við vit­um vel að regl­an kann að leiða til þess að maður sem brotið hef­ur af sér kann að sleppa ef ekki TEKST að sanna á hann brotið. Það eru út­gjöld sem við verðum að sætta okk­ur við vegna þess að við vilj­um hindra að sak­laus­ir séu dæmd­ir auk þess sem við vilj­um ekki að rík­is­valdið hafi heim­ild til að koma fram refs­ing­um borg­ara af geðþótta sín­um.

Réttarríkið tekur á sig mynd í framhaldi af frönsku byltingunni á ofanverðri 18. öld. Áður hafði ríkisvaldið dæmt menn eftir geðþótta eða almannarómi.

Þannig var Ari Pálsson dæmdur fyrir galdra og brenndur árið 1681. ,,Við rannsókn á málinu voru vitnisburðir mjög Ara í óhag en margir létu uppi grun um að hann myndi valdur að veikindum fólks," segir í samantekt um dómsmálið.

Við viljum ekki dómskerfi þar sem nægilegt er að ,,nógu margir láti upp grun" um sekt til að ákærður maður fái dóm. ,,Réttlæti" almannaróms samfélagsmiðla er ávísun á skipuleg dómsmorð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þörf og góð grein Jóns Steinars. Hún mun þó ekki ná til þeirra sem telja réttlætið búa í nafla sínum. 

Ragnhildur Kolka, 8.8.2018 kl. 10:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Páll, það er nú alveg óþarfi að þakka frönsku byltingunni fyrir lítið annað er hryðjuverk, morðræði og upplausn réttarríkisins. Þar var skilgreint upp á nýtt hverjir máttu tilheyra frönsku þjóðinni og hverjir ekki. Þeir sem máttu það ekki lengur, voru drepnir og þurrkaðir út úr þjóðinni.

Bretar fegnu sinn "Petition of Right" tvö hundruð árum áður eða í kringum 1628 og sem rann inn í ensku stjórnarskránna, sem eru lögin sjálf. Flestir þekkja "no taxation without representation" sem þaðan er komin. Þetta rann síðan inn í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Sama gilti um bann við fangelsun án dóms og laga.

Vesturlönd eiga frönsku byltingunni lítið að þakka annað en upplausn og sést hún ágætlega í dag. Sem betur fór tóku Bandaríkin næstum ekkert til sín af þeim líberalisma sem Locke tókst að selja tryllingsliðinu í Frakklandi, sem nú er á sínu fimmta lýðveldi og fimmtándu stjórnarskrá og sem því er orðið að miklu leyti misheppnað land.

Bandaríkin fóru tóku fyrst og fremst til sín verk Íhaldsmanna sem byggði að mestu leyti á pólitískri heimspeki Gamla testamentisins. Aðeins þrjú prósent má rekja til þess grunns sem byggði misheppnað og umbylt Frakkland.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2018 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband