Réttlćti, almannarómur og réttarríkiđ

,,Mér finnst ég ekki fá réttlćti," er orđiđ algengt viđkvćđi meintra ţolenda í dómsmálum ţar sem dómstóll sýknar ţann ákćrđa. Í framhaldi tekur viđ almannarómur (les: samfélagsmiđlar) sem fordćmir ţann ákćrđa og sýknudóminn.

Réttlćti, ađ ekki sé talađ um persónulegt réttlćti, getur ekki gengiđ framar réttarríkinu sem krefst ţess ađ sönnun á meintum glćp sé hafin yfir allan vafa. Ef ákćruvaldiđ getur ekki sannađ refsiverđan verknađ ber ađ sýkna ţann ákćrđa.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmađur skrifar grein í Morgunblađiđ í gćr ţar sem hann kemst ađ kjarna málsins:

Ţess­ar regl­ur mega telj­ast ekk­ert minna en grunn­regl­ur hins frjálsa sam­fé­lags, ţví ţćr hindra ríkj­andi stjórn­völd í ţví ađ beita borg­ara valdi án nćgi­legs til­efn­is. Ţćr vernda líka per­sónu­leg rétt­indi manna ađ ţví leyti ađ ţćr eiga ađ hindra ađ menn séu dćmd­ir til refs­ing­ar fyr­ir af­brot sem ţeir ekki hafa framiđ. Viđ vit­um vel ađ regl­an kann ađ leiđa til ţess ađ mađur sem brotiđ hef­ur af sér kann ađ sleppa ef ekki TEKST ađ sanna á hann brotiđ. Ţađ eru út­gjöld sem viđ verđum ađ sćtta okk­ur viđ vegna ţess ađ viđ vilj­um hindra ađ sak­laus­ir séu dćmd­ir auk ţess sem viđ vilj­um ekki ađ rík­is­valdiđ hafi heim­ild til ađ koma fram refs­ing­um borg­ara af geđţótta sín­um.

Réttarríkiđ tekur á sig mynd í framhaldi af frönsku byltingunni á ofanverđri 18. öld. Áđur hafđi ríkisvaldiđ dćmt menn eftir geđţótta eđa almannarómi.

Ţannig var Ari Pálsson dćmdur fyrir galdra og brenndur áriđ 1681. ,,Viđ rannsókn á málinu voru vitnisburđir mjög Ara í óhag en margir létu uppi grun um ađ hann myndi valdur ađ veikindum fólks," segir í samantekt um dómsmáliđ.

Viđ viljum ekki dómskerfi ţar sem nćgilegt er ađ ,,nógu margir láti upp grun" um sekt til ađ ákćrđur mađur fái dóm. ,,Réttlćti" almannaróms samfélagsmiđla er ávísun á skipuleg dómsmorđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ţörf og góđ grein Jóns Steinars. Hún mun ţó ekki ná til ţeirra sem telja réttlćtiđ búa í nafla sínum. 

Ragnhildur Kolka, 8.8.2018 kl. 10:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Páll, ţađ er nú alveg óţarfi ađ ţakka frönsku byltingunni fyrir lítiđ annađ er hryđjuverk, morđrćđi og upplausn réttarríkisins. Ţar var skilgreint upp á nýtt hverjir máttu tilheyra frönsku ţjóđinni og hverjir ekki. Ţeir sem máttu ţađ ekki lengur, voru drepnir og ţurrkađir út úr ţjóđinni.

Bretar fegnu sinn "Petition of Right" tvö hundruđ árum áđur eđa í kringum 1628 og sem rann inn í ensku stjórnarskránna, sem eru lögin sjálf. Flestir ţekkja "no taxation without representation" sem ţađan er komin. Ţetta rann síđan inn í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Sama gilti um bann viđ fangelsun án dóms og laga.

Vesturlönd eiga frönsku byltingunni lítiđ ađ ţakka annađ en upplausn og sést hún ágćtlega í dag. Sem betur fór tóku Bandaríkin nćstum ekkert til sín af ţeim líberalisma sem Locke tókst ađ selja tryllingsliđinu í Frakklandi, sem nú er á sínu fimmta lýđveldi og fimmtándu stjórnarskrá og sem ţví er orđiđ ađ miklu leyti misheppnađ land.

Bandaríkin fóru tóku fyrst og fremst til sín verk Íhaldsmanna sem byggđi ađ mestu leyti á pólitískri heimspeki Gamla testamentisins. Ađeins ţrjú prósent má rekja til ţess grunns sem byggđi misheppnađ og umbylt Frakkland.

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2018 kl. 10:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband