Háskólar, ritgerðir og aðgengi

Trúlega hefði rektor HA mátt vera heppnari með tímasetningu á pælingu um aðgengi að háskólanámi. Fréttatilkynning rektors var varla kominn út þegar umræður hófust um skringilega lokritgerð nemanda í HA um virðisaukaskatt.

BA/BS-ritgerð á að sýna fram á getu nemanda að stunda rannsókn, setja fram skýringu/tilgátu, og vinna með heimildir. Það er hending ef BA/BS-ritgerð bætir þekkingu viðkomandi fræðasviðs eða leiðir fram frumlegt sjónarhorn/túlkun. Allur þorri slíkra ritgerða er æfing en ekki skipulegt framlag til vísinda og fræða. MA/MS-ritgerðir færast nær því að vera sjálfstætt framlag til þekkingar - eða eiga að gera það. Sem heimildir fyrir uppgötvunum eða nýjum sannindum skyldi taka allar háskólaritgerðir með klípu salts.

Háskólar þjónuðu áður tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi að leita þekkingar og í öðru lagi undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa s.s. lækna, presta, verkfræðinga og kennara. Á seinni árum bætist við þriðja hlutverkið, sem er óformlegt. Það er að ungt fólk fái tíma að átta sig á tilverunni áður en það gefur sig alfarið að vinnumarkaðnum. Sumir nota þennan tíma vel en aðrir ekki, eins og gengur. 

Ríkisvaldið getur ekki sagt nemendum hvaða nám skilar þeim öruggu starfi og góðum tekjum í framtíðinni. Einfaldlega vegna þess að ríkið veit ekki hvaða störf verða örugg og borga vel eftir tíu eða tuttugu ár. 

Ríkisvaldið getur á hinn bóginn hagað fjárveitingum sínum þannig að allir með tilskilin próf geti sótt sér háskólanám.

 

 


mbl.is Aðgengi háskólanáms stærsta spurningin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband