Krónan, kaupmáttur og kjarasamningar

Fyrir þrem árum, þegar síðustu almennu kjarasamningar voru gerðir, stóð dollarinn í 135 krónum en er núna 105 kr. Gagnvart dollar hefur krónan styrkst um liðlega 20 prósent og um tæp 17 prósent miðað við evru.

Styrking krónunnar er viðbót við prósentuhækkanir kjarasamninga. Í sumum tilfellum, t.d. við kaup á erlendri vöru á netinu eða ferðalögum erlendis, má tala um hreina kaupmáttaraukningu vegna gengisins. Innflutningsfyrirtæki nutu einnig góðs af gengisþróuninni á meðan útflutningsfyrirtæki töpuðu. Vel að merkja þó ekki meira en svo að ferðaþjónustan hefur fram á síðustu vikur notið sífellt fleiri viðskiptavina.

Ársverðbólga hefur verið innan við tvö prósent bæði heilu árin frá síðustu almennu kjarasamningum, verður þó líklega ofan við tvö prósentin þetta árið. Kaupmáttur óx um 12 prósent árið 2016 og um sjö prósent 2017.

Verkalýðshreyfingin boðar harðar aðgerðir á komandi vetri, til að knýja fram launahækkanir. Þegar kemur að sjálfum samningunum, eftir áramót, verður annað hljóð komið í strokkinn. Samningarnir munu snúast um að verja áunninn kaupmátt síðustu þriggja ára, halda verðbólgu niðri og genginu stöðugu.

 


mbl.is „Gífurlega erfiður vetur framundan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband