Druslur, diskó og rasismi

Í gær var drusludagurinn, þar sem fólk fór í göngu, sumt klætt eins og druslur, til að vekja athygli á málstað. Norður á Húsavík er hljómsveit sérhæfð í diskótónlist, sem óx úr menningu þeldökkra. Á sviði eru meðlimir sveitarinnar í gervi þeldökkra. Einn er raunar þeldökkur, af ljósmynd að dæma.

Húsvíkingarnir fá á sig gagnrýni að þeir séu rasistar, sem er langsótt svo ekki sé meira sagt. Ef við gefum okkur að hljómsveitin spili til að skemmta, bæði sér og öðrum, er eðlilegt að sviðsframkoman sé í takt við tónlistina. Alveg eins og sumir klæddust druslum í göngunni. Fólk setur sig í hlutverk í samræmi við tilefnið. 

Óviðeigandi er að kalla þá rasista sem koma fram í gervi fólks af öðrum litarhætti ef tilefnið er saklaust. Málið liti vitanlegan öðruvísi út ef tilgangurinn er að gera lítið úr einhverjum eða niðurlægja. En hér er engu slíku til að dreifa. 

 


mbl.is Segjast hafna fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála "fólk setur sig í hlutverk í samræmi við hlutverkið".

 Að mínum dómi eru flytjendur miklu fremur að minna á og lofa frumkvöðlana að þessum takti sem dróg alla út á gólf í taumlausri gleði og stuði.                                                                                                        Myndi nokkur kvikmyndaframleiðandi fá "bleiknefja" til að leika Nat King Cole,Lois Armstrong Ellu Fiztgerald,Söru Waugn í kvikmynd þar sem persóna þeirra spilaði stórt hlutverk.  

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2018 kl. 00:44

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í samræmi við tilefnið! leiðr.

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2018 kl. 03:17

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi ásökun um fordóma er angi af dellumakki fra amerískum demókrötum og kallast “menningarleg yfirtaka” (cultural appropriation) sem leyfir ekki hvítum Ameríkönum að mæta með mexíkanskan sombrero á skólaballið eða að kalla íþróttaliðið “Rauðskinna.” Hvítur má ekki herma eftir svörtum (hvorki í útliti eða hegðun) og alls ekki spila svarta tónlist.

“Meðvitaðir” Íslendingar eru að reyna að troða þessari vitleysu upp á okkur. Þeir hafa greinilega ekki meðtekið þá lífsspeki að Maður er manns gaman.

Ragnhildur Kolka, 30.7.2018 kl. 07:50

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það þarf nú að banna orðið Rasisti eða rasismi en þetta getur aldrei gengið því fólk verður að fá að hafa sínar skoðanir s.s. við í hundruðin ára vorum illir í garð Dana og Írar og Englendingar svo talar maður nú ekki um múslíma og kristna en þetta hefir allt eðlilegar skýringar og mun alltaf vera. 

Valdimar Samúelsson, 30.7.2018 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband