Druslur án boðskapar. Ha?

,,Boðskap­ur göng­unn­ar í ár var í raun eng­inn sér­stak­ur, held­ur var lögð áhersla á að Druslu­gang­an væri fyr­ir alla," segir í viðtengdri frétt.

Í orðabók Menningarsjóðs frá 1963 segir um merkingu orðsins drusla: 1 tuska 2 léleg flík 3 duglaus, ónýtur karlmaður 4 skrudda, skræða 5veraldlegt kvæði, ruslkvæði 6 sóði, lítilsigldur kvenmaður.

Skyldi ætla að ganga undir einkunnarorðinu drusla myndi dýpka, útskýra nánar til hvers væri af stað farið en ekki heima setið.

Upphaf fréttarinnar segir raunar ,,Druslu­gang­an var geng­in í átt­unda sinn í dag og gengu drusl­ur sam­an hnar­reist­ar um allt land gegn of­beldi."

Varla þarf maður að vera drusla til að vera á móti ofbeldi.


mbl.is Druslur gengu hnarreistar um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að öskra í kór “ég er drusla” virðist helsti tilgangur þessarar uppákomu. Jú, ein og ein opinber játning, sem virðist vera einhverskonar aðgangsorð inn í helgidóm hinna svívirtu.

Það er erfitt að sjá að hjarðhegðun af þessu kaliberi geti verið holl fyrir þroska einstaklingsins sem á einhverjum punkti hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á sjálfum sér.

Ragnhildur Kolka, 28.7.2018 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband