Fullveldi er aðskilnaður, Helga Vala

„Við erum að tala um að byggja und­ir aðskilnað og henn­ar [Pia Kjærsgaard] aðgerðir hafa verið af­ger­andi í því," segir Helga Vala Helgadóttir mótmælandi á Þingvöllum og þingmaður Samfylkingar.

Helga Vala segist vilja fagna fullveldinu. En fullveldið var einmitt aðskilnaður á milli okkar Íslendinga og Dana. Áfangar okkar til sjálfstæðis, s.s. heimastjórnin 1904, fullveldið 1918 og lýðveldið 1944, voru allir til að aðskilja okkur frá Dönum, gera Dani útlendinga á Íslandi.

Baráttumál Helgu Völu, aðild að ESB og opingáttarstefna í innflytjendamálum, höggva að rótum fullveldisins.

Helga Vala fór ekki á Þingvelli að fagna fullveldinu. Hún mætti til að mótmæla. Punktur.


mbl.is Ekki verið að halda upp á afmæli Piu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skv. þessu kom þá Pia hingað frá Danmörku sem er ekki fullvalda til að fagna fullveldi okkar. Þ.e. fulltrúi ríkis sem er ekki fullvelda. Er ekki viss um að Danir mundu skirfa undir þessa skýringu bloggarans eða ef út í það er farið önnur ríki Evrópu. Öll sam vinna ríkja sem semja um ákveðnar leikreglur eru í raun framsal á ákveðnu fullveldi því annars mundi þessi samvinna ekki eiga sér stað. Nató, Sameinuðuþjóðirnar og bara allir milliríkkja samningar eru framsal á fullveldi. Því ríki gangast þar með undir sameiginlegar reglur sem þau semja um. Annar væri engin samvinna og líklegt að þess í stað yrðu svona mál leyst með stríðum og yfirgangi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.7.2018 kl. 13:16

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er munur, Magnús Helgi, á samvinnu fullvalda þjóða og yfirþjóðlegu valdi. Samvinna fullvalda þjóða er af hinu góða en yfirþjóðlegt vald er uppskrift að vandræðum, samanber Evrópusambandið.

Páll Vilhjálmsson, 28.7.2018 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband