Sunnudagur, 15. júlí 2018
Nató er ekki meðalhóf, því miður
Björn Bjarnason segir Nató stunda meðalhóf. Betur að svo væri. Nató hefði átt að leggja niður þegar Sovétríkin og Varsjárbandalagið gáfu upp öndina fyrir bráðum 30 árum.
Nató var stofnað til að verja Vestur-Evrópu fyrir kommúnisma í kalda stríðinu. Engin hætta er lengur af kommúnisma. Skýrleiksmenn eins og George Kennan og Walter Lippmann sáu fyrir að Nató ætti að hætta starfsemi þegar hættan af kommúnisma liði hjá, er rifjað upp í tímaritinu Nation.
Hernaðarbandalag án tilgangs leitar að óvini, býr hann til ef því er að skipta. Nató bjó til Rússland sem andstæðing með því að hlaða niður herstöðvum á öllum vesturlandamærum Rússlands. Það er ekki meðalhóf.
Athugasemdir
Er hægt að tala um að rússa-grýlan sé dauð
þegar að þeir eiga 7290 kjarnorkuflaugar?
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2022928/
Jón Þórhallsson, 15.7.2018 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.