Laugardagur, 7. júlí 2018
Ekkert EES eftir Brexit
Bretar gera tvíhliða samning við Evrópusambandið við úrsögn úr sambandinu, Brexit. Það þýðir að EES-samningur Íslands, Noregs og Liechtenstein við Evrópusambandið er í reynd úr sögunni.
Samningur Breta við ESB mun kveða á um minni afskipti sambandsins af breskum innanríkismálum. Að öðrum kosti hefðu Bretar kosið að ganga inn í EES-samninginn.
Samningur Breta og ESB liggur ekki fyrir. En bæði í London og Brussel er gert ráð fyrir að um tvíhliða samning verði að ræða. Ísland ætti þegar í stað að undirbúa uppsögn EES-samningsins með það í huga að gera tvíhliða samning við ESB. Þegar liggur fyrir að fríverslunarsamningur ESB og Kanada getur orðið fyrirmynd. Eftir Brexit-samninginn er komið annað fordæmi.
Náðu samkomulagi eftir maraþonfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Slíkan tvíhliða samning við ESB hefði Ísland átt að gera strax 1992-1993. Núverandi EES samningur ætlar að verða okkur dýrkeyptur. Sérstaklega þegar ráðamenn okkar virða ekki einu sinni þær undanþágur sem sá gamli samningur gerir þó ráð fyrir.
Kolbrún Hilmars, 7.7.2018 kl. 18:16
Hvers vegna ætti samningur A við B að vera úr sögunni þótt A geri einnig samning við C?
Þorsteinn Siglaugsson, 7.7.2018 kl. 22:44
Ráðamenn okkar verða einhvern vegin ganteknir af sýndar áhuga ESB um hag íslands, m.a.hvetjandi til að nýta orkulindir sínar með framlagi og stjórnun ESB til frambúðar. þannig gengur það stöðugt lengra í yfirgangi meðan liðleskjur stjórnarinnar láta allt yfir sig/okkur ganga.
Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2018 kl. 07:02
Bara að minna á að Bretland er ekki búið að gera neinn samning við ESB þeir eru komnir með einhverja línu sem þeir vilja. En ef hann verður í einhverju sambærilegur og Sviss gerði þá verður hann þeim lika gríðarlega dýr.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.7.2018 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.