Trump, Rússahatur og Evrópa

Bretar og Evrópusambandið óttast að Trump Bandaríkjaforseti dragi bandarískt herlið úr Evrópu, segir í Telegraph. Á vinstri væng breskra stjórnmála hamrar Guardian á Rússahatri, segir að ef Trump veiki Nató valdefli það Pútín í Rússlandi.

Rússahatrið í Evrópu er komið á það stig að innanríkisráðherra Bretlands sakar Rússa um að dreifa eitri hægri vinstri yfir saklausa borgara í breskum smábæ.

Allt frá lokum kalda stríðsins um 1990, þegar Sovétríkin féllu, stendur Evrópusambandið, í samstarfi við Bandaríkin og Nató, fyrir útþenslu í austur. Austur-Evrópa var tekin inn í ESB og Nató, en hernaðarbandalagið var stofnað til höfuðs kommúnisma en ekki Rússum. Vegna öryggishagsmuna sinna mótmæltu Rússar útþenslu Nató en á þá var ekki hlustað.

Þegar vesturveldin hugðust gera Úkraínu að leppríki sínu sögu Rússar hingað og ekki lengra, studdu uppreinarmenn í Austur-Úkraínu og yfirtóku Krímskaga sem er að mestu byggður Rússum en tilheyrði Úkraínu.

Evrópusambandið viðheldur Rússahatri enda þjónar það pólitískum hagsmunum þess. Óvinaímynd af Rússum eflir samheldni ESB og veitir ekki af þar sem hver höndin er upp á móti annarri þar á bæ, hvort heldur litið sé til gjaldmiðlasamstarfsins, viðtöku flóttamanna eða Brexit.

Trump forseti lítur ekki á Rússa sem náttúrulegan óvin Bandaríkjanna. Trump spyr Evrópuríki einfaldra spurninga: ef þið óttist rússneska innrás hvað úr hverju hvers vega byggið þið ekki upp herafla ykkar? Hvers vegna eiga bandarískir hermenn að sitja Þýskaland? Geta Þjóðverjar ekki varið sig sjálfir?

Það er engin hætta á rússneskri innrás í Vestur-Evrópu. Rússar hafa hvorki áhuga né bolmagn til landvinninga. Rússar vilja á hinn bóginn, eins og önnur fullvalda ríki, gæta öryggishagsmuna sinna. Það eykur ekki öryggiskennd Rússa að Nató setji upp herstöðvar á öllum vesturlandamærum Rússlands.

Trump forseti hefur ekki áhuga á að framlengja kalda stríðið og gera Rússa að höfuðóvini. Fyrir það er Trump hataður í Evrópu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Þetta er fáránleg staða og Trump segir hingað og ekki lengra. Svo vita ekki allir að Úkraína eignaðist Krím þegar Krúsjoff gaf samlöndum sínum skagann í fyllerísveizlu 1954 í tilefni 10 ára sigursins yfir nazistum. Merkilegt að sá gjörningur fengist samþykktur alþjóðlega.

Guðmundur Böðvarsson, 8.7.2018 kl. 11:08

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Útþensla til austurs inn í járntjaldsríkin var ekki hernám. Ríkin sem áður lutu stjórn Sovet beint og óbeint vildu ólm inn í ESB og NATO. Að láta eins og innlimunin hafi verið einhliða ákvörðun ESB og NATO er rangfærsla. Aftur á móti var alltaf tvísýnt um vilja Úkraínu inn í vestrænt samstarf og í því tilviki pressuðu Vesturlöndin af afli á ákvörðunina.

Ragnhildur Kolka, 8.7.2018 kl. 11:20

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Við þurfum ekki að undrast þó að það sé mikið rússahatur ,einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Áhrif Naasista hafa alltaf verið mikil á vesturlöndum ,allt frá stríðslokum.

Þetta gerðist með ýmsumm hætti. 

Strax við stríðslok hófu Bretar og Bandaríkjamenn samstarf við Úkrainska Nasista sem högfðu skipað SS sveitir í Þýska hernum.Þeir fengu þjálfun í skæruhernaði og skemmdarverkum og var síðan varpað í fallhlífum yfir Úkrainu. Þeir höfðu það hlutverk að koma á borgarastyrjöld í Úkrainu. Stalin kæfði þetta í fæðingu og eftir fall Sovétríkjanna lögðust þessar tilraunir af. Upp úr aldamótum var þetta svo endurvakið og bar loksins ávöxt árið 2014 eins og við þekkjum.

.

Annar staður sem Nasistar áttu skjól í var NATO. Vesturlandabúar höfðu mjög óljósar hugmyndir um styrjöldina á austurvígstöðvunum og ástand og baráttuaðferðir Rauða hersins. Þýskir Nasistar urðu því aufúsugestir í þeirri stofnun,af því þeir bjuggu yfir yfirgripsmikilli þekkingu á Sovétríkjunum og Rauða hernum. Þessa gætir enn þann dag í dag.

.

Þriðja atriðið sem vert er að nefna er að í stríðslok fluttu vesturveldin óhemju margt fólk til vesturheims sem hafði framið óheyrilega stríðsglæpi og grimmdarverek í Sovétríkjunum. Mest af þessu fólki voru Nasistar frá Eystrasaltsríkjunum,Úkrainu og Hvíta Rússlandi. Reyndar komu þeir víðar frá.

Margt af þessum Nasistum og stríðsglæpaliði fór til Kanada og er áhrifamikið í stjórnmálum í sumum ríkjum.,mest í Alberta fylki.

Meðal annars er utanríkisráðherra Kanada úr þessari kreðsu,barnabarn illræmds Úkrainsks nasita. Þess gætir mjög í utanríkisstefnu Kanada.

Eftir lok kalda stríðsins kom í ljós að margir af þessum Nasistum höfðu ekki verið fluttir til Bandaríkjanna með löglegum hætti og voru sendir úr landi til heimalandsins,einkum til Eystrasaltsríkjanna. Þetta fólk er nú ráðandi afl í þessumm ríkjum. Ein áhrifin af þessu eru að uppgjafahermenn sem börðust með Rauða hernum njóta ekki eftirlauna,en þeir sem börðust með SS sveitunumm fá slík laun.

.

Ég held þó að rússahatrið sem er verið að hræra upp í í Bretlandi sé af öðrum meiði.Theresa May er í þeirri stöðu að öllum er illa við hana út af Brexit.Andastæðingarnir hata hana af því að hún er að segja Bretland úr ESB og hægrimenn fyrirlíta hana fyrir ráðaleysi hennar í sama máli. Þess vegna eitrar hún fyrir fólki og kennir Rússum um,til að reyna að beina reiði almennings annað. Bretar hafa alltaf verið níðhöggir.

.

Nú hefur Merkel stokkið á sama vagn. Hún er búin að missa tökin á Þýskalandi og ESB eftir svo gríðarleg stjórnunarmistök að almenningi var um megn að fyrirgefa henni.

Nú hefur hefur hún dustað rykið af Operation Barbarossa og er nú á leiðinni á NATO fund þar sem hún ætlar að leggja til að sendur verði aukinn herafli til landamæra Rússlands. Fram að þessu hefur Merkel verið íhaldsöm í þessum efnum,enda eðlilegt í ljósi sögunnar. Síðasta Barbarossa fór ekki vel fyrir Þjóðverja. Ég held að Merkel sé að leita í smiðju Theresu í þessum efnum. Hún er að reyna að búa til Rússahatur til að losna við sívaxandi reiði almennings. Þetta er hættulegur leikur.

.Svo er hún Kata okkar á leiðinni til NATO til að skrifa undir þetta.           Friðardúfan Katrín Jakobsdóttir ætlar að innvígja okkur í Barbarossa II.

Borgþór Jónsson, 8.7.2018 kl. 12:45

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef Evrópusambandsríkin og Rússland sameinast um eitt atriði væri hægt að vinda ofan af spennunni á landamærum Rússlands. Þetta atriði er eftirfarandi: báðir aðilar, ESB-ríkin og Rússland, eiga öryggishagsmuni sem aðilar eru sammála um að virða.

Þetta einfalda atriði hefur ekki verið virt. Og það eru ekki Rússar sem hafa verið að þenja út áhrifasvæði sitt í vesturátt í 30 ár heldur ESB-ríkin í austurátt.

Páll Vilhjálmsson, 8.7.2018 kl. 12:51

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Spurningin hlýtur að vakna ,af hverju Rússahatur en ekki hatur á Pakistönumm eða Kínverjum.

Það er af því að grunnurinn er til.Almennt gerir fólk ekki greinarmun á Rússlandi og Sovétríkjunum. Það er því hægt að nota sömu stofnanir og sama orðfæri og var notað í kalda stríðinu. Það eru allir kanalar tilbúnir.

.

Í hinn staðinn er Rússland mjög vaxandi efnahagsveldi. Þjóðverjum er ekki skemmt að Rússar standi þeim nú jafnfætis í þeim efnum ,og séu að sigla fram úr þeim,sennilega á þessu ári. Bretar of Frakkar eru svo langt að baki.

Þeim er því mikið í mun að reyna að sporna við frekari efnahagsuppgangi Rússa.En það eru engar líkur á að það takist. Það er alls ekki í þágu okkar sem byggjum Evrópu að gera þetta rísandi veldi að óvini okkar að óþörfu. Hinsvegar þjónar þetta stundarhagsmunum elítunnar.

Borgþór Jónsson, 8.7.2018 kl. 13:49

6 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki má jafna því við Rússahatur að hafa ímugust á Pútin og klíku hans. Hann er svo sannarlega enginn engill, enda alinn upp hjá KGB.  Hann hefur sýnt það með framkomu sinni að honum er lagnara að beita ofbeldi en lipurð. 

Þetta sýnir ekki einungis framkoma hans innanlands og í Úkraínu. Ekki má gleyma innrásinni í Georgíu fyrir allmörgum árum þegar hann lagði stóran hluta landsins undir sig og skipaði þar leppstjórn.  Auk þess hefur hann haft í hótunum við Eystrasaltsríkin og jafnvel Svíþjóð.

Ef ég man rétt, þá var hann fyrir nokkru að gambra með það að sér yrði ekki skotaskuld úr því að senda flugskeyti til Flórida, en lítið var gert með það.

Ekki veit ég hvort Pútín hefur staðið á bak við eiturtilræðin í Englandi, þeir eru margir mafíósarnir sem eru líklegir til þess. En það er býsna langsótt að halda því fram að breska leyniþjónustan hafi staðið á bak við þau.

En vitlaus er Pútín ekki og sennilega hefur honum hrosið hugur við, þegar hann var í Þýskalandi og horfði upp á Múrinn hrynja og Sovétríkin í kjölfar hans.

Rússar eru víst búnir að líða nóg í gegnum árin og aldirnar og eiga svo sannarlega skilið betra líf. Þeir eiga ekki að fjandskapast við vesturlönd eða vesturlönd við þá. Í raun og veru er engin ástæða til þess nema einhver gömul tortryggni.

Hörður Þormar, 8.7.2018 kl. 15:25

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hörður,Putin er ágætis diplomat og fjöldamargir leiðtogar heimsækja hann og gera allskonar samkomulög við hann. Stundum virkar það ekki eins og gengur.

Putin gætir hinsvegar hagsmuna Rúsa eins og gammur og það þýðir ekkert að tala við hann með hroka. Vandamál Vesturveldanna er að þau reyna alltaf tala  við hann "from posistion of strength" eins og þeir kalla það.

Á mannamáli þýðir þetta einfaldlega : Þú gengur að kröfum okkar af því við erum svo sterkir og frábærir,svo getum við samið um rest.

Þetta er einmitt eitt af því sem hefur tafið fyrir fundi Trumps og Putins í meira en ár. Bandarískir embættismenn og hugsanlega Trup sjálfur ætluðu að mæta á fundinn með kröfur sem Putin þyrfti að ganga að, áður en samningar hefðust.

Putin sagði einfaldlega nei. Það verður engin forgjöf. Nú mætir Trump seinna í mánuðinum,með enga forgjöf. Það er allt undir.Rússland er öflugt ríki og þarf ekki að sæta afarkostum eins og flest önnur ríki.

Bandarískir ráðamenn hata þetta. Þeir eru ekkii vanir svona trakteringum.

.

Enn og aftur um Georgíu.

Georgíustríðið hófst með stórskotaliðsárás Georgíumanna á friðargæslulið Rússa í Ossetíu. Þeir drápu nokkurn fjölda friðargæsluliða og almenna borgara. Í árasinni sem að fylgdi drápu Gerorgímenn nokkurn fjölda óbreyttra borgara og lögðu heimili þeirra í rúst. Ásæðan fyrir veru Rússa í Ossetíu var að Georgíumenn voru að útrýma Ossetíumönnum.

Um þetta atriði eru engar deilur svo ég viti.. 

Rússar svöruðu með að eyða Georgíska hernum og snéru svo til baka til Ossetíu innan nokkurra vikna. Um þetta eru engar deilur svo ég viti.

ESB lét gera skýrslu um þetta efni. Eina umkvörtunarefni skýrslunnar var að Rússar hafi ekki sýnt hófsemi í viðbrögðum sínum.

Þá er mér spurn. Geta menn nefnt einhvern her sem hefði brugðist við af meiri hófsemi í sömu stöðu?

Bandaríski herinn. Breski herinn. Ísraelski herinn,eða sá Franski.Þessir herir eru alls ekki þekktir af neinni hófsemi. Ég er þess fullviss að viðbrögð margra af þessum herjum hefðu verið miklu harkalegri. Sérstaklega þess Bandaríska og ég tala nu ekki um þann Ísraelska. Við þekkum ágætlega hvernig hann bregst við svona.

Georgíustríðið var ekki að frumkvæði Rússa,en þeir brugðust við árás.

Það hefur ríkt alger þögn um þessa skýrslu í fjölmiðlum,enda passar hún ekki inn í herferðina sem er í gangi gegn Rússlandi.  Þess vegna eru flestir sem styðjast við áróðursherferð Bandaríkjamanna sem heimildd um þetta ,freekar en staðreyndir.

.

Það er því algerlega út í hött að nefna þetta sem dæmi um árásargirni Putins eða Rússa. Samt gerði Theresa May það í málarekstri sínum gegn Rússlandi í Skripal málinu. Það sýnir einfaldlega rökþrotið og lygina sem liggur að baki málareksturs hennar.

.

Afkoma Rússa

Í samanburði við aðra Evrópubúa hafa Rússar aldrei nokkurntíma haft það eins gott og þeir hafa það í dag. Og sérstaklega er munurinn mikill frá valdatöku Putins. Þess vegna er Putin afar vinsæll í Rússlandi,en það liggja líka aðrar mjög veigamiklar ástæður að baki því.

Rússneskir kjósendur velja sér ekki forseta á grundvelli þess havað hann hefur drepið marga blaðamenn eins og fjölmiðlarnir okkar eru að reyna að telja okkur trú um. Þar liggja aðrar ástæður að baki. Það vill svo til að Rússar eru ágætlega að sér um Rússneskt samfélag. Í mörgum tilfellum jafnvel betur að sér um það efni en Íslendingar þó við séum skarpir. Ég held að það fari best á því að Rússneskir kjósendur velji sér ráðamenn frekar en íslenskir kjósendur.

.

Mín reynsla af Rússum er sú að þeir tala helst ekki um tíunda áratuginn. Þetta tímabil er tímabil niðurlægingar,hungurs, hungurdauða,lögleysu og örbyrgðar.

Menntunarskorts,skorts á heibrigðisþjónustu og eyðileggingar Rússneska ríkisins almennt.

.

Oligarkarnir sátu inn á forsetaskrifstofunnii og stjórnuðu landinu þegar Yeltsin var í afvötnun. Ekki í óeiginlegri merkingu,heldur sátu þeir beinlínis þar inni og gáfu skipanir. Þaulsætnastur þar var ríkasti oligarki Rússlands á þeim tíma,Berezovsky. Hann hengdi sig síðar á heimili sínu í London,stórskuldugur ,hataður og fyrirlitinn af eigin landsmönnum.

Ef þú ert þolinmóður og heldur góðu sambandi við þessa Rússnessku kunningja þína ,fara þeir að treysta þér og þá segja þeir þér frá hvernig þeir lifðu gegnum þessi ár. Taktu með þér vasaklút geskur.

.

Við tölum stundum um Hrunið. Hrunið var ekki hrun,það voru minniháttar erfiðleikar.

.

Oligarkarnir voru ekki bara einhverjir ríkir kallar. Margir þeirra voru ríkir kallar með litla einkaheri. Þessir hermenn voru ekki einhverjir bófar af götunni. Þetta voru oft á tíðum menn úr sérsveitum Sovéska hersins,sem höfðu ekki fengið borgað svo mánuðum skifti.

Oligarkarnir gáfu ekki eftir forsetaskrifstofuna með góðu,en þeir urðu að láta undan síga og Putin endurreysti Rússneska ríkið einhendis.

Rússland þurfti ekki og þarf ekki á að halda forseta sem gengur um með sokk á hausnum, í regnbogalitunum. Rússar þurftu á forseta að halda sem gat varið forsetaskrifstofuna fyrir vopnuðum árásum.

Vinsældir Putins stafa ekki af því að hann sé búinn að drepa alla í kringum sig. Vinsældir hans stafa af því að hann hefur bætt efnahag alls almennings gríðarlega og almenningur finnur til öryggis þegar það gengur um göturnar.

Líka þeir sem heimsækja Rússland í dag á heimsmeistaramóti í fótbolta. 

Borgþór Jónsson, 8.7.2018 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband