Evrópuherinn, taka tvö

Viljayfirlýsing níu Evrópuríkja verður undirrituð í dag um stofnun Evrópuhers. Frá árinu 2007 er rekinn vísir að Evrópuher af Evrópusambandinu. Nýja frumkvæðið að Evrópuher verður með aðild Bretlands, sem er á leið úr Evrópusambandinu.

Samkvæmt Guardian standa níu þjóðríki að viljayfirlýsingunni, Frakkland, Þýskaland, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Eistland, Spánn og Portúgal.

Nató er sameiginlegt hernaðarbandalag Evrópuríkja og Bandaríkjanna, auk Kanada. Evrópuherinn mun standa utan Nató og stofnana Evrópusambandsins.

Ákefð Evrópuríkja að vígvæðast og stofna til hernaðarsamvinnu þvers og kruss var undanfari fyrri heimsstyrjaldar fyrir rúmum hundrað árum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvar getur maður fræðst um þetta? Mjög einkennilegt ef Bretar eru með

Halldór Jónsson, 25.6.2018 kl. 14:03

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skoðaðu þennan hlekk, Halldór.

https://www.theguardian.com/world/2018/jun/25/nine-eu-states-to-sign-off-on-joint-military-intervention-force

Páll Vilhjálmsson, 25.6.2018 kl. 15:13

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hmm.

Reyndar er þetta tiltak ekki á vegum ESB, heldur er um einskonar sérsveitarhugsun að ræða, því ESB-er ófært um allar varnir, aðgerðir og ákvarðanatökur, sama um hvað máin snúast. Þetta er eitt af uppgjafarmerkum Evrópusambandsins (hvítir reykhringir sendir út um glugga bak-her!-bergis).

Þarna er verið að reyna að kalla saman þá (bæði utan esb og innan) sem vilja taka þátt í því sem er of lítið fyrir NATO og Bandaríkin, og sem gerist utan Evrópu (dæmi: Mogherini missir af sér slæðuna í Mekka með þeim afleiðingum að 500.000 manns henda sér til sunds yfir til Ítalíu. Sérsveitin á þá að koma slæðunni á höfuð hennar aftur, eða eitthvað þannig). Samt er Ítalía ekki alveg á því að vera með, sem sýnir hversu mikill blaðamannamatur er á ferð.

Í leiðinni er vert að geta þess að það var heimsveldisstefna hins keisaralega imperíal Þýskalands sem var orsök Stríðsins mikla, sem stundum er kölluð Fyrri heimsstyrjöldin, og ekkert annað, nema þá veiklunargangur Vesturveldanna og Rússlands, sem þýskir héldu að væri eins konar ESBlús þeirra tíma; létt bráð.

Það kostar að líta út sem verandi lús. Og það veit Pútín vel.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.6.2018 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband