Miðvikudagur, 20. júní 2018
Landamæri og hópsálin
Hvert okkar óttast snertingu ókunnugra. Maðurinn þarf mörk milli sín og annarra. Ósjálfráð viðbrögð, þegar við óvart rekumst á annað fólk, er að biðjast afsökunar. Það er aðeins þegar múgur myndast að við afklæðumst óttanum enda erum við orðin hluti af hópsál.
Á þessa leið skrifar nóbelsverðlaunahöfundurinn Elias Canetti í bókinni Múgur og máttur.
Umræðan um öryggi landamæra, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, snertir andstæðurnar í greiningu Canetti. Í einn stað viljum við mörk milli okkar og annarra en í annan stað verður reglulega til múgur sem andmælir þeirri sérvisku.
Múgur samtímans, hópsálin, verður til á samfélagsmiðlum. Eitt einkenni múgsins, sagði Canetti fyrir bráðum 60 árum, er hvatvísi. En mikilvægasta einkennið, það sem skilgreinir múginn, er útrásin. Við útrásina fær hópsálin afl til að láta til sín taka.
Í nettengdum heimi er hópsálin sjálfri sér lík, hvort heldur í Washington eða Reykjavík.
Herra forseti átt þú ekki börn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.