Trump-Hitler umræðan

Sú hefð að aðskilja foreldra og börn ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum hófst fyrir forsetatíð Trump. Hugsunin að baki var að börn ættu ekki heima í varðhaldi líkt og fullorðnir. Á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum er þessu fyrirkomulagi líkt við fangabúðir nasista. Hugrenningatengslin eru þau að Trump sé nýr Hitler.

Þegar ýkjur og stríðsyfirlýsingar af þessu tagi eru daglegur fréttamatur er hætt við að fólk fái sérkennilegar hugmyndir, t.d. að Hitler hafi ekki verið annað en miður geðþekkur stjórnmálamaður og Auschwitz tiltölulega saklaust varðhald.

Umræða á þessum nótum þjónar þeim eina tilgangi að lýsa hneykslun (reiði, andstyggð) en stóryrðin og samlíkingarnar er svo yfirgengilegar að fólk nennir ekki að hneykslast, reiðast eða fyllast andstyggð. Fólk afgreiðir umræðuna sem merkingarlausan hávaða.


mbl.is „Ekkert líkt útrýmingarbúðum nasista“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta fyrirkomulag í USA er miklu eldra en svo að skella megi skuldinni á Trump.  Sennilega stafaði þetta upphaflega af því að fólk hefur við landamærin grátbeðið um að "skjóta amk skjólshúsi yfir börnin" því til þess var leikurinn gerður í upphafi; að bjarga börnunum frá vonleysinu heima fyrir.  En í umræðunni fer minna fyrir gagnrýni á þær aðstæður sem hrekja heilu fjölskyldurnar frá heimkynnum sínum í mið/suður Ameríku.

Kolbrún Hilmars, 19.6.2018 kl. 21:19

2 Smámynd: Hörður Þormar

Sennilega hafa fleiri verið drepnir eða látið lífið að undirlagi Stalíns og Maós heldur en Hitlers. En það sérstaka við nasismann og Hitler er að hann gerði morð á fólki að skipulögðum og tæknivæddum verksmiðjuiðnaði.

Það er einstakt í veraldarsögunni, því má aldrei gleyma.

Hörður Þormar, 19.6.2018 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband